Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2008 09:45

Baráttusigur Skallagríms í Hveragerði

Skallagrímsmenn sýndu mikinn karakter þegar þeir sigruðu Hamar í miklum baráttuleik í Hveragerði í gærkvöldi. Liðið var fimm stigum undir í hálfleik en strákarnir náðu að snúa taflinu við í seinni hlutanum. Mikil spenna var á lokamínútunum þegar liðin skiptust á að fara á vítalínuna, en Skallagrímsmenn náðu að knýja fram sigurinn, 85:80.

Fyrsti leikhluti var jafn og spennandi. Skallagrímur byrjaði betur en heimamenn náðu að klára í bakkann með hjálp Roni Leimu og Nick King.  Staðan í lok fyrsta leikhluta var 21:23 fyrir Skallagrími.

Heimamenn voru betri í öðrum leikhluta og það blés ekki byrlega fyrir liðsmenn Skallagríms. Eitthvað hefur þjálfari Skallagríms talað vel yfir sínum mönnum í leikhléinu, því það var allt annað lið sem kom til leiks eftir leikhlé. Hvergerðingar skoruðu reyndar tvö fyrstu stigin í seinni hlutanum, en síðan komu 6 stig í röð frá Skallagrími í boði þeirra Allan Fall og Darrel Flake.  Stuttu seinna settu Hafþór Ingi og Pétur Már niður tvo þrista úr hraðaupphlaupum og komu Borgnesingum 6 stigum yfir. Borgnesingar voru farnir að taka sig á í varnarleiknum og fór þar fremstur í flokki Pálmi Þór Sævarsson sem var að spila annann leikinn röð á 150% krafti. Þrátt fyrir að leikur Skallagríms væri ágætur á þessum kafla voru Hamarsmenn yfir eftir þriða leikhluta 63:61.

Góð stemning var hjá Sköllunum í síðasta leikhlutanum, varnarleikurinn með ágætum og margir að taka á sig ábyrgð sóknarlega. Lokamínúturnar voru æsispennadi og allt gat gerst. Skallagrímsmenn reyndust sterkari og uppskáru sanngjarnan sigur, 85:80. Pétur Már Sigurðsson átti annan stórleikinn. Hann skoraði 24 stig, þar af þriggja stiga körfur úr fimm af átta skotum sínum. Darrell Flake skoraði 22 stig og tók 15 fráköst. Pálmar Þ. Sævarsson skoraði 8 stig, Allan Fall 7 og tók jafnmörg fráköst. Óðinn Guðmundsson gerði 5 stig, Sigurður Þórarinsson 3 og Áskell Jónsson 2.

Stigahæstir hjá Harmi voru Nicholas King með 24 stig, Roni Leimu 17 og Lárus Jónsson 11.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is