Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2008 09:48

Söngur írska lævirkjans var töfrandi

Nýtt leikverk, Brák, eftir Brynhildi Guðjónsdóttur var frumsýnt á sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi á Þrettánum, 6. janúar sl. Verkið fjallar um Þorgerði brák, ambátt Skallagríms Kveldúlfssonar landnámsmanns í Borgarfirði og fóstru Egils Skallagrímssonar. Allir sem lesið hafa Egilssögu muna eftir hinni kyngimögnuðu lýsingu þegar Þorgerður brák bjargaði lifi Egils með því að snúa athygli hins hamramma Skallagríms yfir á sjálfa sig.  Hann eltir hana langa leið niður að Brákarsundi þar sem hún kastar sér á sund en hann hendir á eftir henni steini miklum og kom milli herða henni og kom hvorugt upp síðan.

Þetta er saga ískrar stúlku sen hertekin var af norrænum víkingum í heimalandi sínu, sett í skip og seld í þrældóm til Íslands. En þar átti hún eftir að fóstra mesta skáld Íslendinga, manninn sem kallaður hefur verið jafnaldri íslenskra braga, Egil Skallagrímsson.

Brynhildur Guðjónsdóttir leikari gerði garðinn frægan sem Edith Piaf í sýningu Þjóðleikhússins. Hún segir sögu Brákar í tali og tónum og þar koma margir við sögu allt frá írskum prinsessum til hamramma víkinga.

 

Það er von að Brynhildur Guðjónsdóttir hafi verið með leikverkið um Þorgrði Brák í magnanum síðan í mars á liðnum vetri. Ekki er hlaupið að því að búa til tveggja stunda einleik um persónu sem aðeins eru nokkrar línur um í höfuðverkinu sem Brák ber við sögu í, Egils sögu. Brynhildur leitar víða fanga; í Íslendingasögum og Fornaldarsögum Norðurlanda, skírskotar til nútímaverka og fræðimennsku, átthagafræði og veðurfræði, styðst við DNA rannsóknir og ýmislegt fleira, eins og metnaðarfullur rannsóknablaðamaður. Og það er leitað í ýmsar kenningar, femenískar sumar, um mannseðlið, einnig vísað til stéttaskiptingar hið forna þar sem þrælar og ambáttir höfðu minni rétt en búpeningurinn, svo dæmi séu tekin. Það er vel hægt að byggja vel á kenningum eins og að mannseðlið breytist ekki mikið á þúsund árum.

 

Þorgerður Brák var af írsku bergi brotin og birtist í þessari uppfærslu í Landnámssetrinu, m.a. sem stúlkan með írsku lævirkjaröddina, ambáttin sem íslenski höfðinginn, með miklu gáfurnar, Óleifur Hjalti náði í til „eyjarinnar grænu.”

Þegar raða þarf saman afrakstrinum af efnisöfluninni, getur reynst erfitt að rúma hann í tímanum. Og þá getur þurft að spóla fram og til baka. Þannig er það hjá Brynhildi. Það er ýmislegt búið að gerast í fyrri hlutanum áður en Egill kemur í heiminn, rétt fyrir hlé. Í seinni hlutanum er svo mestmegnis fjallað um þau ítök sem Þorgerður Brák átti í Agli. Hún kenndi honum að yrkja og var auk þess fjölkunnug, miðlaði þeirri reynslu sinni til Egils þannig að hann varð sleipur í rúnum og galdri.

Brynhildi tekst að skapa líflega og skemmtilega sýningu. Er lipur, létt og fjörleg í Söguloftinu, með mikil tilþrif, kemur víða við og söngur írska lævirkjans var töfrandi.  E.t.v. mætti segja að sýningin hafi farið rólega af stað en í stað þess haft góðan stíganda. Lýsingar Brynhildar eru margar hverjar ansi kómískar, eins og t.d. af veislunni á Borg, framgöngu karlpeningsins á sínum ferðum út í heim þegar þeir eru að ná sér í þræla og ambáttir, og þannig mætti áfram telja.

 

Á köflum eru þó skírskotanirnar til nútímans full ungæðislegar, samanber t.d. þá þegar Egill sat í Lazy boy stólnum sínum og kneipaði öl, þá frekar Elefant en Egils gull. Það sem þessi einleikur líður kannski fyrir er að vera full langur, tveir tímar og 20 mínútur með hléi og á stundum svolítið ruglingslegur. Þó tengingar milli þátta séu með ágætum, er full mikið um endurtekningar.

 

Engu að síður má fullyrða að ef lesendur vilja nútíma kómík; lifandi og fjörugt verk með svolítið alvarlegum undirtóni þá er upplagt að líta við á Söguloft Landnámssetursins og sjá Brák.

 

 

Brák – fyrsta íslenska hetjan

Sýnd í Landsnámssetri Íslands í Borgarnesi

Leikstjóri: Atli Rafn Sigurðarson

Leikari: Brynhildur Guðjónsdóttir

Tónlist: Pétur Grétarsson

Búningar: Þórunn María Jónsdóttir

Leikmynd: Stígur Steinþórsson

Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason

 

 

 

Þórhallur Ásmundsson

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is