Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2008 01:37

Aukin tækni tekin í notkun hjá Bylgjunni

Fiskiðjan Bylgja í Ólafsvík tók á dögunum í notkun tvær nýjar roðflettivélar fyrir flatfisk. Innmötun nýju vélanna er sjálfvirk frá hausaranum Hinna-007 sem tekinn var í notkun á nýliðnu ári og Skessuhorn greindi frá. Þær eru jafnframt samtengdar með búnaði sem veltir fiskinum við á milli véla þannig að fiskurinn er bæði hausaður og roðrifinn á báðum hliðum með einni innmötun í hausara. Þannig vinna 1-2 menn við hausun og roðrif í stað 6-10 áður. Afköst og nýting hafa jafnframt aukist verulega. “Einn mikilvægasti akkur þessara breytinga er sá að vélarnar eru mjög öruggar en ófá slys og skrámur höfðu hlotist af eldri vélunum sem voru mataðar handvirkt,” segir Guðni Gunnarsson hjá Bylgjunni.

Þarna hefur því verið útrýmt slítandi og kalsasömum störfum og þeir sem áður sinntu þessum verkum ganga til annarra arðsamari starfa, segir Guðni. 

 

Af: www.snb.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is