Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2008 09:15

Verum eldklár og notum reykskynjara

Slökkviliðsmenn í Grundarfirði sendu nýlega frá sér bréf til bæjarbúa, eða eins konar áskorun. Efni þess er þarft og á erindi til allra íbúa hvar sem þeir búa og fjallar um mikilvægi þess að reykskynjarar séú til staðar, rétt staðsettir og í lagi.

“Á nýbyrjuðu ári hafa orðið margir brunar í heimahúsum þar sem því miður hefur orðið sorglegt mannslát og aðrir hafa rétt sloppið út úr híbýlum sínum. Hver einasti bruni af þessu tagi er einum bruna of mikið.

Því viljum við hjá slökkviliði Grundarfjarðar skora á húseigendur og alla íbúa að huga að því að reykskynjarar séu í öllum híbýlum. Sömuleiðis hvetjum við alla til þess að yfirfara reykskynjara sem fyrir eru og skipta um rafhlöður a.m.k. einu sinni á ári. Nauðsynlegt er að huga vel að staðsetningu reykskynjara. Þeir ættu að vera staðsettir í námunda við eldhús, sjónvarpstæki, þvottahús og á göngum. Einn reykskynjari þarf að vera staðsettur inni í svefnherbergi eða í svefnherbergjum. Eins og sést af þessu er einn reykskynjari í íbúð sjaldnast nóg.

Gert er ráð fyrir að hver reykskynjari endist í allt að 10 ár. Eftir þann tíma er nauðsynlegt að endurnýja þá. Nauðsynlegt er að prófa reykskynjara einu sinni í mánuði með því að ýta á takkann sem er á honum. Ef reykskynjari er í lagi heyrist hár skerandi tónn þegar ýtt er á takkann.” Undir þetta bréf ritar Valgeri Þór Magnússon, slökkviliðsstjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is