Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2008 10:36

Bæði Vesturlandsliðin í fjögurra liða úrslitin

Snæfell átti rakettuleik
Vesturlandsliðin komust áfram í miklum baráttuleikjum í átta liða úrslitum Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar á sunnudagskvöld. Snæfell vann Keflavík í Stykkishólmi 86:84 og Skallagrímur vann ÍR í Borgarnesi 83:80. Hin tvö liðin sem komust áfram í fjögurra liða úrslitin eru KR sem vann Njarðvík 106:90 og Fjölnir sem sigraði Þór í Þorlákshöfn 87:52.

Keflvíkingar voru betri aðilinn í hröðum leik framan af í Hólminum í gær. Þeir voru fjórum stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og 11 stigum yfir í hálfleik 52:41. Hlynur Bæringsson hélt sínum mönnum á floti á þessum tíma og t.d. skoraði Shouse aðeins eitt stig í fyrri hálfleik.

Snæfellingar komu grimmir til seinni hálfleiks og með því að ná betri tökum á varnarleiknum tókst þeim að minnka muninn. Eftir þriðja leikhluta munaði einugis tveimum stigum. Þeir héldu baráttunni áfram inn í síðasta fjórðung, náðu ágætu forskoti sem Keflvíngar reyndar unnu upp aftur. Í stöðunni 83:82, þegar 40 sek. voru eftir skoraði Hlynur og fékk vítaskot sem hann setti líka niður. Staðan orðin 86:82 og þetta reyndist banabiti Keflvíkinga og baráttan á lokamínútunum var æðisleg en lokatölur urðu 86:84.

Langbestur og stigahæstur í liði Snæfells var Hlynur Bæringsson sem átti hreint út sagt stórleik. Hann skoraði 22 stig, tók 7 fráköst og klikkaði ekki á vítalínunni, skoraði úr 11 skotum þar. Sigurður Þorvaldsson gerði 20 stig og tók 7 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 13, Justin Shouse 10 stig og átti 13 stoðsendingar, Anders Kataholm 13 og 6 frk., Slobodan Subasic 5 og Jón Ólafur Jónsson 3.  Stigahæstir Keflvíkingar voru Bobby Walker með 26 stig og þeir Magnús Gunnarsson og Anthoony Susnjara gerðu 14 hvor.

Sigurinn í lokin

Leikur Skallagríms og ÍR var sveiflukenndur í fyrri hlutanum en síðan hnífjafn eftir það. Skallarnir voru yfir eftir fyrsta leikhluta 24:17, en staðan í hálfleik var jöfn 43:43. Aftur var jafnt eftir þriðja leikhluta 63:63 og því ljóst að lokakaflinn yrði spennandi. Þegar 30 sekúndur voru eftir var ÍR yfir 79:80, en vítaskot frá Flake og Fall og góð vörn heimamanna tryggðu sigurinn 83:80.

Hjá Skallagrími voru Darrel Flake og Allan Fall bestir. Flake gerði 24 stig og Fall 21 stig og átti 11 stoðsendingar, Hafþór Gunnarsson 16, Pétur Már Sigurðsson skoraði 11 stig, Pálmi Sævarsson 6, Óðinn Guðmundsson 3 og Sigurður Þórarinsson 2. Hjá ÍR-ingum voru stigahæstir Nat Brown með 25, Tahirou Sani 20 og Sveinbjörn Claessen 15.

Þá féllu stelpurnar í Snæfelli úr Bikarkeppninni í gær. Töpuðu 54:61 fyrir Fjölni í Hólminum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is