Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2008 01:10

Hafa beðið meira en mánuð eftir símaflutningi

Frá Fellsenda
Húsbændur á Fellsenda í Dölum, Bára Hjaltadóttir og Magnús Arngrímsson, eru ekki ánægðir með þjónustu Símans. Þau hjón fluttu nýlega milli húsa á jörðinni, í frístundahús sem þau eru búin að byggja. Þann 8. desember sóttu þau um flutning á símanum, en leggja þarf um 100 metra langa lögn heim að húsinu. Það var hinsvegar ekki fyrr en mánuði síðar sem menn frá þjónustuaðila Símans mættu á staðinn til að skoða aðstæður og símasamband er ekki ennþá komið á Fellsenda. Það er ekki einu sinni svo gott að þau Bára og Magnús geti notast við farsíma, þar sem að ekkert GSM-samband er hjá þeim. Á Fellsenda eru tvö önnur íbúðarhús auk hjúkrunarheimilis.

Bára á Fellsenda segir að starfsmaður Símans hafi sagt að þau hafi sótt of seint um flutninginn og sér þætti gaman að vita hvað þyrfti þá að sækja um með löngum fyrirvara ef fólk hygði á flutning síma. Báru finnst að eitthvað megi nú forgangsraða, til að fólk lendi ekki í svona öryggisleysi, þar sem ekki sé GSM-sambandinu til að dreifa.

 

Linda B. Waage forstöðumaður samskiptasviðs Símans segir að ef ekki sé lína inn í húsið þurfi að fá starfsfólk frá Mílu til að fara á staðinn og leggja línuna. Slík töf eigi þó venjulega ekki að fara yfir tíu virka vinnudaga, nema fara þurfi í verulegar jarðvegsframkvæmdir vegna flutnings og beiðnin komi frá stað sem ekki sé í meira en tíu kílómetra fjarlægð frá næstu starfsstöð Mílu.

 

Þrátt fyrir að flutningur símans hjá þeim á Fellsenda hafi tekið þetta langan tíma, segir Linda í samtalið við Fréttablaðið sl. mánudag, að flutnings- og bilanabeiðnir á talsímaþjónustu þar sem ekki næst farsímasamband séu flokkaðar sem forgangsbeiðnir.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is