Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2008 02:40

Kjör starfsfólks Glyms verði leiðrétt

Stéttarfélag Vesturlands fer fram á að rekstraraðilar Hótel Glyms í Hvalfirði yfirfari allar launagreiðslur áranna 2006 og 2007 og leiðrétti þær reynist þess þörf. Þetta verði gert í samráði við fulltrúa stéttarfélagsins. Stéttarfélagið telur að þegar verði að lagfæra nokkur atriði svo lögum og kjarasamningum verði fullnægt. Eins og lesendur Skessuhorns rekur væntanlega minni til kom upp mál vegna erlendra starfsmanna Glyms um miðjan síðasta mánuð. Stéttarfélag Vesturlands hefur gert stjórnendum Hótels Glyms grein fyrir könnun félagsins á þeim gögnum sem það hefur haft til skoðunar varðandi kjör starfsmanna hótelsins, sem starfa samkv. kjarasamningum SGS og SA.

Fulltrúar stéttarfélagsins áttu fund með forráðamönnum Hótels Glyms sl. föstudag þar sem farið var yfir þessa könnun félagsins. Að sögn Sveins Hálfdánarsonar, formanns Stéttarfélags Vesturlands tóku forráðamenn Hótel Glyms þessum ábendingum vel og lýstu því yfir á fundinum að þeir myndu strax bregðast við þeim og hefðu reyndar þegar gert það að vissu marki. Þeir myndu reyna að hraða þeirri vinnu, ljúka henni og leiðrétta í umsömdum áföngum á næstu vikum í samráði við starfsfólk Stéttarfélags Vesturlands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is