Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2008 07:42

Nýtt skip kom í dag til Rifs

Nýtt línuskip Hraðfrystihúss Hellisands kom til heimahafnar í Rifi í dag þegar Örvar SH 777 kom frá Noregi. Var skipið keypt þaðan og hét áður Vestkamp. Það er 688 brúttótonn að stærð, smíðað árið 1992 og var það fiskverkun KG á Rifi sem lét smíða það á sínum tíma. Er Örvar systurskip Tjalds SH sem nú er í eigu fiskverkunar KG. Bæði skipin voru seld frá Rifi fyrir nokkrum árum og eru nú bæði komin aftur til Rifs.

Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri segir að þetta skip fái þeir í staðinn fyrir gamla Örvar sem er orðinn of lítill og úr sér genginn. “Með þessum kaupum erum við samkeppnishæfari um menn á bátinn og er öll aðstaða um borð hin glæsilegasta,“ segir Ólafur og bætir við að þótt útlitið sé dökkt í sjávarútveginum eins og stendur, horfi hann björtum augum til framtíðarinnar.

Ólafur segir að nýja skipið verði gert út á sama hátt og gamli Örvar, en á næstu dögum verður það gert klárt á veiðar. Eftir á að setja upp aðgerðaraðstöðu þar sem skipið var gert út á frystingu frá Noregi. Alls verða 14 manns í áhöfn Örvars og skipstjóri er Ragnar Konráðsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is