Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2008 01:18

Nýr framkvæmdastjóri StéttVest í viðtali

Signý Jóhannesdóttir er einn af reynslumestu verkalýðsforingjum landsins og tók við framkvæmdastjórastöðu Stéttarfélags Vesturlands fyrsta janúar síðast liðinn. Sveinn G. Hálfdánarson, formaður félagsins, samþykkti að gefa kost á sér til endurkjörs í formannsstarfið en lét jafnframt í ljósi þá ósk að hann myndi gjarnan vilja láta af störfum fyrir félagið áður en kjörtímabil hans rennur út 2009, ef þess væri kostur. Þegar ljóst var að Signý var á lausu og tilbúin að ráða sig á Vesturland, var það samþykkt einróma í stjórn félagsins. Signý er borin og barnfæddur Siglfirðingur og búin að vera formaður verkalýðsfélagsins Vöku í rúman áratug. Hún segir það kannski undarlegt að leggja sig niður á einum stað til að endurnýja sig á öðrum, en verkalýðsfélagsið Vaka var að sameinast stéttarfélögunum í Eyjafirði.

Hún segist afar stolt af því að hafa verið beðin um að taka þetta starf að sér sem hljóti að vera viðurkenning á því að hún hafi ekki verið að gera eintóma slæma hluti.

 

Sjá viðtal við Signýju í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is