Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2008 07:17

Glerborg skiptir um eigendur

Þorsteinn Jóhannesson
Eigendur glugga- og glerfyrirtækisins PGV í Hafnarfirði hafa keypt Glerborg, eitt elsta glerframleiðslufyrirtæki landsins. Dótturfélag Glerborgar, Gler og speglar – Speglabúðin, fylgir með í kaupunum. PGV sameinaðist Glugga- og glerhöllinni á Akranesi síðastliðið sumar en framleiðsla á PVC gluggum mun fara fram á Skaganum. Þar verður einnig söluskrifstofa. “Þetta sameinaða fyrirtæki mun starfa undir merkjum Glerborgar,” segir Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins í samtali við Skessuhorn. “Starfsmenn fyrirtækisins eru um 45 eftir sameiningu, þar af ellefu á Akranesi, og engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsmannahaldi.”

Stefna fyrirtækisins er að verða stærstir á markaði í framleiðslu og sölu á gleri, gluggum, hurðum, sólstofum, svalalokunum og tengdum vörum.

 

Þorsteinn segir að höfuðstöðvar fyrirtækisins verði í Hafnarfirði til að byrja með. “Þar verður allt gler framleitt. Við erum einnig með söluskrifstofu á Húsavík. Í lok næsta árs áætlum við að vera komnir með alla framleiðslu undir eitt þak en staðsetning hefur ekki verið ákveðin.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is