Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2008 08:20

Segist óhress með framgöngu lögreglu

“Ég hef verið ásakaður um hitt og þetta og mun hugsa mig tvisvar um áður en ég kem einhverjum til hjálpar aftur,” segir Halldór Hólm íbúi á Hvanneyri sem varð fyrstur á vettvang þegar húsbruni varð á Hvanneyri í liðinni viku. Halldór var í framhaldinu hnepptur í gæsluvarðahald. Hann segir að ýmsar sögur hafi farið á kreik eftir að honum var sleppt þrátt fyrir að hann sé laus allra mála.

 

 

 “Ég var staddur í næsta húsi þegar eigandi hússins sem kviknaði í kemur hlaupandi, alblóðugur. Ég hljóp yfir til nágrannanna, hringdi í 112 og keyrði svo á eftir eiganda hússins í Borgarnes, þangað sem hann var fluttur með sjúkrabíl illa skorinn á höndum eftir að hafa brotið sér leið út um glugga. Eftir það var komið fram við mig eins og glæpamann. Mér var stungið inn þar sem ég sat í 12 klukkustundir. Ég var látinn blása í þrjú mismunandi blásturstæki, teknar voru úr mér tvær blóðprufur og þvagsýni. Mér var tilkynnt að ég væri í haldi vegna gruns um ölvun við akstur. Ég var hinsvegar alls ekki ölvaður enda drekk ég ekki,” segir Halldór.

 

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni í Borgarnesi reyndist nauðsynlegt að halda Halldóri vegna rannsóknar málsins. “Málið lá afar óljóst fyrir á þessum tíma og því reyndist nauðsynlegt að halda honum,” segir Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn. “Stundum þarf að gera meira en gott þykir,” bætir hann við.

 

Enn er unnið að rannsókn húsbrunans eins og fram hefur komið í Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is