Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2008 09:26

Stofnar félag nýrra Íslendinga á Vesturlandi

“Það eru 16 ár síðan Félag nýrra Íslendinga var stofnað í Reykjavík. Það félag hefur verið afar virkt og ég er búin að vera formaður þess í 8-9 ár. Ég flutti hingað til Akraness fyrir einu og hálfu ári síðan. Eftir að hafa komið að skipulagningu þjóðahátíðar hér í kringum Vökudaga gerði ég mér grein fyrir því að svona félag bráðvantaði á Akranesi,” segir Pauline McCarthy en hún stofnaði nýverið Félag nýrra Íslendinga á Vesturlandi.

 

 

Stofnfundur félagsins verður fimmtudaginn 24. janúar kl. 20 en hann fer fram í húsnæði Akranesdeildar Rauða kross Íslands. Pauline leggur áherslu á að allir séu velkomnir. “Maður þarf ekki að vera útlendingur til þess að vera með í félaginu. Það er nóg að vera Íslendingur með áhuga á útlendingum,” segir Pauline.

Félagið mun bæði standa fyrir fyrirlestrum af ýmsu tagi, fræðslu um íslenskt mennta- og heilbrigðiskerfi og síðast en ekki síst fjölmenningarlegum viðburðum. “Strax í byrjun febrúar ætlum við að standa fyrir pólsku festivali en Pólverjar halda upp á tvær hátíðir um þetta leyti, Tkusty czwartek og Ostatki, en nöfnin þýða “feitur fimmtudagur” og “stór veisla.” Við ætlum að sameina þessar hátíðir í eina og halda veisluna á sunnudegi. Ég er búin að panta pólskt karókí fyrir tilefnið. Svo eldum við pólskan mat og fleira.”

 

Pauline hefur sjálf búið í 10 mismunandi löndum heimsins og segist þekkja það betur en margir að vera “útlendingur.” “Maður saknar hefðanna heiman frá sér. Mig langar að reyna að halda upp á sem flestar þjóðhátíðir. Ekki bara fyrir útlendingana heldur líka fyrir Íslendinga enda er þetta frábært tækifæri fyrir þá til þess að kynnast erlendri menningu og siðum annarra þjóða.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is