Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2008 11:33

Þverármenn framlengdu samning við Sporð

Félagsfundur Veiðifélags Þverár í Borgarfirði samþykkti síðasta sunnudag að framlengja samning við Sporð ehf þannig að fyrirtækið hafi Þverá til leigu til og með ársins 2012. Gildandi samningur er til og með árinu 2010. Sporður ehf hefur haft ána á leigu í áratugi. Atkvæðagreiðslan um framlengingu samningsins fór þannig að 16 greiddu henni atkvæði sitt, 15 voru á móti en einn seðill var auður. Við Þverá eru 32 atkvæði veiðiréttareigenda og voru handhafar þeirra allra mættir á fundinn. Til umræðu var tilboð frá Sporði ehf um töluverða hækkun leigugjalds og þá jafnframt framlenginu á samningnum um tvö ár. Ef því tilboði yrði hafnað myndi eldra tilboð um minni hækkun á eftirlifandi samningstíma gilda.

Eins og áður segir var tilboðinu tekið. Hið nýja samkomulag felur meðal annars í sér að 15. febrúar n.k. greiðir Sporður eingreiðslu að fjárhæð kr. 40 milljónir. Sama dag afsalar fyrirtækið Vf. Þverár kostnaði vegna framkvæmda við veiðihúsið við Víghól að upphæð rúmar 31 milljón kr. Ársleigan fyrir yfirstandandi ár hækkar um 10 milljónir og verði því á næsta ári rúmar 73 milljónir að viðbættri greiðslu fyrir upptöku á netum í Hvítá sem Sporður greiðir fyrir. Upphæð samningsins verður endurskoðuð árlega samkvæmt breytingum á vísitölu eins og verið hefur.

 

Að sögn Kristjáns F. Axelssonar formanns Vf. Þverár hefur félagið verið að framkvæma töluvert síðastliðin ár í báðum veiðihúsunum við ána. Sú skuld sem verið er að greiða upp kemur til vegna framkvæmda við veiðihúsið Víghól sem er inni á Kjarardal. „Auk þess hafa verið miklar framkvæmdir við veiðihúsið sem stendur við Helgavatn. Kostnaður vegna þess er ekki inni í þessum tölum. Á félagsfundi í haust felldu veiðiréttareigendur við Þverá samning þann sem þá var í boði á jöfnu. Á fundinum á sunnudag kom einnig frávísunartillaga sem var felld. Að öllu óbreyttu verður Sporður ehf. því með Þverá á leigu til og með ársins 2012 en endurskoðunarákvæði eru að sjálfsögðu í samningnum svo hægt sé að hífa upp verðið ef menn telja sig vera orðna á eftir öðrum ám í verðlagninu,“ sagði Kristján.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is