Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2008 08:40

Undrameðal úr ætihvönn framleitt á Akranesi

Fyrirtækið Saga Medica sem framleiðir margskonar náttúru –og heilsuvörur hefur í tæp tvö ár haft starfsstöð við Ægisbraut á Akranesi þar sem meðal annars er unnið úr fræjum hvannarinnar. Á síðasta ári uppgötvaðist nánast fyrir tilviljun að hrat, sem fellur til við vinnslu fræjanna, gagnast í baráttu við ýmsa kvilla. “Hér kom maður sem greip með hnefanum ofan í kar með hrati af ætihvannafræjunum sem verða eftir við framleiðsluna sem búið var að nota einu sinni og setti upp í sig. Hann hafði verið með væga kvilla af ýmsu tagi og fullyrðir að þeir hafi lagast eftir að hann byrjaði að taka eina teskeið af hrati fyrripart dags. Þetta hefur spurst út og sífellt fleiri koma hingað til þess að fá hrat,” segir Bjarni Jóhannesson, starfsmaður Saga Medica í samtali við Skessuhorn.

 

Hann segir að hratinu hafi lengi verið hent en nú sé stefnt á að endurnýta það í svokallaðar Angelicu töflur. “Ég hef heyrt ótrúlegustu sögur þótt ekki séu til margar vísindalegar rannsóknir á ágæti þessara fræja. En eitthvað er það, annars myndi fólk ekki koma aftur og aftur hvaðanæfa að af landinu. Hingað kom maður úr Eyjafirði og fékk fulla vatnsfötu af þessu. Hann ætlaði að dreifa þessu til fjölskyldu sem á við geðræn vandamál að stríða. Aðrir koma og fá fyrir foreldra sína. Mér hefur fundist einna áhugaverðast að fólki finnst það lyftast upp andlega, sérstaklega ef það hefur átt við þunglyndi að stríða. Það er ljóst að hvönnin geymir mörg leyndarmál sem ekki eru komin á hreint.” 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is