Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2008 12:31

Vodafone býður framhaldsskólanemum í leikhús

Vodafone býður framhaldsskólanemum á Akranesi og í Grundarfirði að njóta sýninga Farandleikhúss Þjóðleikhússins í næstu viku, samkvæmt nýjum samningi milli Vodafone og Þjóðleikhússins. Samningurinn gildir til þriggja ára en honum er ætlað að jafna aðstöðumun framhaldsskólanema á landsbyggðinni og gera ungu fólki kleift að sjá valin verk Þjóðleikhússins. Í ár er það sýningin norway.today sem leikhúsið fer með um landið en verkið fjallar um ungt fólk sem kynnist á netinu og þarf að hafa fyrir því að sjá tilgang lífsins. Að sýningum loknum verður boðið upp á umræður, þar sem nemendur geta spjallað við leikara og aðstandendur sýningarinnar.

Verkið er frumsýnt á Ísafirði í dag. Sýningar fyrir vestlenska framhaldsskólanemendur verða síðan í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði þann 22. janúar og Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi þann 24. janúar.  Aðgangur er ókeypis fyrir framhaldsskólanema, sem að sjálfsögðu er hvattir til að láta verkið ekki fara fram hjá sér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is