Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2008 01:06

Myndavélar á safnarasýningu á Akranesi

Í skáp á Bókasafninu á Akranesi eru nú til sýnis myndavélar í eigu Guðjóns Guðmundssonar á Akranesi. Guðjón er fæddur árið 1949, ættaður úr Saurbæ í Dalasýslu en flutti á Akranes 9 ára gamall og hefur búið þar síðan. Guðjón er lærður vélvirki og starfar hjá GT tækni á Grundartanga. Hann hefur safnað myndavélum í 20 ár og er sýningin brot af mun stærra safni hans. Hann hefur áhuga á öllu gömlu og auk þess að safna myndavélum á hann gott safn af bjórmottum, jókerum (spilajókerum) gömlum jólakortum og sýningarskrám bíóhúsa. Hann hendir engu gömlu. Hann á til dæmis leikföng frá því hann var 2-3 ára.

Guðjón heimsækir reglulega Góða hirðirinn og Kolaportið og þar hefur margt skemmtilegt komið í leitirnar. Einnig hafa honum verið gefinn fjöldi myndavéla. Ekki þætti Guðjóni verra ef fleiri bættust i safnið. Alls á Guðjón um 200 myndavélar í fórum sínum, sú elsta er frá árinu 1915 en sú yngsta er nýleg.

Myndavélasýningin stendur yfir út febrúarmánuð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is