Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2008 07:40

Heimismenn heiðra minningu Stefáns Islandi

Karlakórinn Heimir í Skagafirði flytur í tilefni tveggja stórafmæla söngdagskrá til heiðurs stórsöngvaranum Stefáni Islandi í Reykholti föstudaginn 25. janúar kl. 20.30.

Í október 2007 var þess minnst að 100 ár voru liðin frá fæðingu eins ástsælasta listamanns sem þjóðin hefur alið, Stefáns Guðmundssonar Islandi, frá Krossanesi, Vallhólmi í Skagafirði. Tveimur ártugum síðar og nokkrum vikum, þann 27. desember 1927, eftir að gulltenór Stefáns hafði hljómað nokkur ár yfir Hólminn og víðar í héraði tóku nokkrir vaskir karlar sig til og stofnuðu Karlakórinn Heimi. Söngvarar þroskast, ná hátindi og eldast, en kórar geta endurnýjast og enn er Heimir síungur þótt áttræður sé. Er þess skemmst að minnast að kórinn var nefndur til Eyrarrósarinnar, menningarverðlauna fyrir framúrskarandi menningarstarf á landsbyggðinni.

Í söngsýningu Heimis eru raktir þættir úr sögu Stefán Islandi og myndsýning um ævi og feril Stefáns setur ramma um sýninguna. Söngmennirnir flytja nokkur þeirra laga sem tengjast Stefáni, ýmist lög sem samin voru fyrir hann, texta um hann og verk sem marka á einhvern hátt þáttaskil í sögu hans. Þessum þáttum er fléttað saman í einstaka tónsýningu þar sem Heimir hyllir með sínum hætti minningu þessa sveitunga síns sem án vafa er einn mesti listamaður sem þjóðin hefur alið. Byggt er á handriti Gunnars Rögnvaldssonar á Löngumýri, útsetningum og söngstjórn  Stefáns R. Gíslasonar, undirleik Thomas R. Higgerson og Málmblásarakvintetts Norðurlands. Sýningarstjórn er á hendi Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar, fjöllistamanns á Króknum.

Söngvarar eru ekki af verri endanum. Fara þar með stærstan hlut tenórarnir Þorgeir Andrésson og návinur Heimis gegnum tíðina, Óskar Pétursson. Pétur og Sigfús Péturssynir, taka hvor sitt lagið. Sögumenn eru annálaðir fræðaþulir, þeir Agnar Gunnarsson á Miklabæ og Hannes Örn Blandon, sóknarprestur á Laugalandi í Eyjafirði.

Óhætt er að hvetja Borgfirðinga til fjölmenna á tónleikana í Reykholti, en daginn eftir verður sýningin flutt í Langholtskirkju í Reykjavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is