Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2008 10:28

Áfram leitað að jarðhita fyrir Grundfirðinga

Orkuveita Reykjavíkur mun á næstunni láta bora nýjar rannsóknarholur í Hraunsfirði á Snæfellsnesi í því skyni að leita að nægjanlegu og virkjanlegu vatni fyrir hitaveitu Grundarfjarðar. Þar hefur jarðhiti þegar fundist en tvær vinnsluholur á Berserkseyri hafa ekki reynst nógu gjöfular til að anna væntanlegri þörf. Í tilkynningu frá OR segir að; “vatnið mætti vera heitara, heppilegra í efnasamsetningu og meira af því. Rannsóknarholurnar sem nú verða teknar verða þrjár til fimm talsins og munu þétta net upplýsinga um legu sprungu sem er talin geta séð bænum fyrir nægu heitu vatni.” Grundarfjörður er nú að mestu leyti kyntur með rafmagni og því ríkir mikil eftirvænting meðal íbúa um að árangurs náist í leitinni að virkjanlegu heitu vatni í nágrenninu.

Fulltrúar Orkuveitunnar áttu samráðsfund með bæjarstjórn Grundarfjarðar sl. fimmtudag þar sem greint var frá stöðu hitaveitumála og fyrirhuguðum borunum. Á fundinum kom fram að selta og kolsýra í fyrri vinnsluholum væru mikil og kallaði á sértækar aðgerðir til að forðast tæringu í framleiðslu- og dreifikerfi. Þá mætti hitinn vera hærri, en hann er um 75°C.

„Við erum vongóð um árangur endurnýjaðra rannsóknarborana og vonumst til að þær leiði til þess að við finnum betri stað fyrir borun nýrrar vinnsluholu,“ segir Jakob Sigurður Friðriksson, framkvæmdastjóri Framleiðslu og sölu hjá Orkuveitunni. “Orkuveitan hefur lagt verulega fjármuni í verkefnið nú þegar og er einbeitt í að halda því áfram. Við vitum það hinsvegar af langri reynslu að það ekki á vísan að róa,“ segir Jakob.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is