Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2008 01:09

Skýrsla um fjárreiður fyrrum forstöðumanns

Ríkisendurskoðun hefur lokið greinargerð um fjárreiður Fjöliðjunnar á Akranesi hvað snertir meint bókhaldsbrot fyrrum forstöðumanns hennar. Grunur vaknaði sl. haust um að ekki væri allt með felldu í umsýslu fyrrum forstöðumanns þessa vinnu- og hæfingarstaðar og var Ríkisendurskoðun falin skoðun málsins 23. október. Þá hafði forstöðumaðurinn sagt upp störfum hjá Fjöliðjunni. Í niðurstöðum greinargerðar Ríkisendurskoðunar segir að það sem virðist standa upp úr í málinu sé staðgreiðslusala á pokum á vinnustaðnum í Borgarnesi sem ekki kom í ljós fyrr en eftir að forstöðumaðurinn lét af störfum. Þá segir að kunni forstöðumaðurinn ekki aðrar skýringar á þessu vakni óneitanlega grunur um fjárdrátt í þessu sambandi, en engar skýringar komu fram í gögnum málsins. “Ekki er auðvelt að rekja nákvæmlega fjárhæðirnar þar sem kvittanir fyrir sölunni voru í einriti.”

Þá segir: “Að öðru leyti virðist sem lausatök hafi verið á nokkrum innkaupum samkvæmt neðangreindum lista yfir atriði sem athugasemdir voru gerðar við, þ.e. hlutir hafa verið keyptir af Fjöliðjunni en notaðir fyrir Þroskahjálp [að hans sögn], tæki séu sögð hafa skemmst en ekki afskráð í eignaskrá, hlutir finnist ekki af ókunnum ástæðum og tæki sem ekki sé vitað um að hafi verið til áður skili sér skyndilega. Benda má á kaup á blöndunartæki annarrar tegundar en það sem sannanlega er til staðar í Fjöliðjunni.” Niðurstaða í greinargerð Ríkisendurskoðunar fellir, að öðru leyti en því sem að framan greinir, engan dóm í málinu.

 

Eltum ekki ólar við málið

Magnús Þorgrímsson er framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Vesturlands sem hefur með rekstur Fjöliðjunnar að gera. Hann segir í samtali við Skessuhorn að málinu sé lokið af hálfu Svæðisskrifstofunnar og að hvorki hann né aðrir myndu elta ólar við það meira en orðið er. “Að halda málinu áfram svarar að öllum líkindum ekki kostnaði. Það krefðist fjárútláts, álags á starfsfólk og vinnu sem við munum ekki leggja á neinn auk þess sem upphæðir í þessu máli virðist ekki vera stórar. Engu að síður er rétt að komi fram að með þessum málalokum erum við ekki að segja að athæfi fyrrum forstöðumanns sé á nokkurn hátt forsvaranlegt. Við viljum einfaldlega einbeita okkur að framtíðinni og uppbyggingarstarfi hvað málefni Fjöliðjunnar varðar,” sagði Magnús Þorgrímsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is