Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2008 03:00

Flýta framkvæmdum við leikskólann á Bifröst

Síðastliðinn miðvikudag var haldinn fundur í byggðaráði Borgarbyggðar þar sem fjallað var um málefni leikskólans Hraunborgar á Bifröst. Löngum hefur verið kvartað yfir aðstöðu þar, að húsnæði leikskólans sé of lítið, að stækka þurfi lóðina og fjölga þeim íbúðum sem starfsmenn hafi aðgang að svo dæmi séu tekin. Hluti þeirrar ástæðu að húsnæðið er orðið of lítið felst í því að síðan haustið 2006 hefur leikskólinn tekið við börnum frá 12 mánaða aldri sökum þess að engar dagmæður eru á svæðinu.

Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar segir að það hafi verið á áætlun sveitarfélagsins að byggja við leikskólann árið 2009 og að reynt verði að flýta þeim framkvæmdum eins og kostur er. “Við höfum skipað nokkurs konar byggingarnefnd sem tekur til starfa í janúarlok. Lögð verður áhersla á að ráðast sem allra fyrst í hönnun húsnæðisins og þess háttar svo framkvæmdir geti hafist. Það tekur alla jafna um tíu mánuði að byggja slíkt húsnæði og því gæti húsnæðið verið tilbúið fyrir skólaárið 2009 í stað þess að það verði tilbúið seint um haustið eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.”

Það er Hjallastefnan ehf. sem sér um rekstur leikskólans. Páll segir að rekstraraðilar skólans hafi tekið vel í þær tillögur sem fram komu á fundinum. “Þeir vilja auðvitað nýja húsið sem fyrst og eru nokkuð sáttir að því gefnu að við getum tryggt að húsnæðið verði tilbúið á þessum tíma. Hvað varðar húsnæði fyrir starfsmenn verðum við að treysta á að háskólinn geti komið til móts við okkur í þeim efnum.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is