Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2008 01:24

Skóflustungan tekin að reiðhöll Snæfellings

Fyrsta skóflustunga að reiðhöll í Grundarfirði var tekin í gær af bæjarstjóranum, Guðmundi Inga Gunnlaugssyni. Í síðasta tölublaði Skessuhorns var sagt frá verkefninu og jafnframt því að til stæði að hefja framkvæmdir í vikulokin.

Á sínum tíma úthlutaði landbúnaðarráðherra peningum til hestamannfélaga á landsbyggðinni til þess að stuðla að bættri aðstöðu til reiðmennsku og félagsstarfs. Hestamannfélagið Snæfellingur fékk í sinn hlut 15 milljónir króna og eftir allmiklar sviptingar meðal félagsmanna varð úr að byggð yrði ein stór reiðskemma eða höll í Grundarfirði.

 

Grundarfjarðarbær leggur 16,7 milljónir í verkið á móti því framlagi sem kemur frá landbúnaðarráðuneytinu en auk þess kemur hlutafé frá Hesteigendafélagi Grundarfjarðar og fleiri aðilum. Samkvæmt skilyrðum sem landbúnaðarráðuneytið setur um úthlutun styrksins skal reiðhöllin vera í meirihlutaeigu hestamannafélags og viðkomandi sveitarfélagsins þar sem byggingin rís og stofnað um byggingu og rekstur sérstakt hlutafélag. 

 

Stjórn Snæfellingshallarinnar ehf sem varð til sl. sumar hefur ákveðið að húsið verði að lágmarki 25 x 50 metra stórt en síðan mun það ráðast af því fjármagni sem tekst að fá til verksins hversu vegleg endanleg bygging verður en til þess að meirihlutaeign haldist samkvæmt skilmálum þeim sem ráðuneytið setur má hún ekki kosta meira en 63 milljónir.  Jafnframt því að þjóna hestamönnum á félagssvæði Snæfellings er hús þetta hugsað sem fjölnota mannvirki sem nýtast mun á sem fjölbreytilegastan máta á sviði íþrótta og annarra viðburða á Snæfellsnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is