Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2008 11:15

Neysla landbúnaðarafurða jókst á liðnu ári

Hrossakjötssala jóks um 11%
Samkvæmt bráðabirgðatölum sem Bændasamtökin hafa sent frá sér um framleiðslu og sölu búvara fyrir árið 2007 var framleiðsla mjólkur 125 þúsund lítrar. Það er mesta magn sem skráð hefur verið á einu ári fram til þessa. Helstu breytingar í einstökum vöruflokkum milli ára voru þær að sala á drykkjarmjólk dróst saman um 0,55% og á skyri um 11,69%. Sala á viðbiti jókst hins vegar um 6,73% og ostum um 5,66%. Um 7% aukning var í kjötframleiðslu í heild og nam alls 26.864 tonnum. Mest jókst framleiðsla á alifuglakjöti um 14,2% og rösklega 11% á hrossa- og nautgripakjöti. Framleiðsla svínakjöts jókst um 6% en kindakjötsframleiðslan var óbreytt frá fyrra ári.

Heildarkjötsala jókst um rúm 6,3% árið 2007 frá fyrra ári og nam 24.693 tonnum. Mest seldist af alifuglakjöti, eða 7.457 tonn og er það í fyrsta skipti sem meiri sala er á annarri kjöttegund en kindakjöti á ársgrundvelli.

 

Þannig hafði kindakjöt og alifuglakjöt sætaskipti á toppnum þegar reiknuð er út hlutfallsleg skipting kjötmarkaðarins milli ára. Sala kjöts á hvern íbúa landsins nam 79,5 kg á síðasta ári en var 76,3 kg/íbúa árið 2006. Aukningin nemur því rétt rúmum 4%.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is