Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2008 07:38

Vegfylling virðist hafa áhrif á landnotkun minka

Náttúrustofa Vesturlands hefur nú lokið við rannsókn á áhrifum vegfyllingar í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi á þéttleika og landnotkun minka. Rannsóknin var unnin að beiðni Vegagerðarinnar í kjölfar þess að fram komu áhyggjur af mögulegri fjölgun minks vegna framkvæmdarinnar. Náttúrustofan kannaði þéttleika og landnotkun staðbundinna minka við Kolgrafafjörð haustið 2003, áður en vegfyllingin var gerð, og haustið 2006 til samanburðar, u.þ.b. tveimur árum eftir að framkvæmdum lauk. Minkar voru veiddir í lífgildrur, þeir merktir með senditækjum og fylgst með landnotkun þeirra að haustlagi og fyrri hluta vetrar.

Aðeins einn minkur hélt sig við fjörðinn haustið 2003. Hann dvaldi nær eingöngu við vesturströnd fjarðarins en notaði lítið það svæði sem síðar átti eftir að fara undir veg og vegfyllingu. Haustið 2006 voru a.m.k. þrír minkar staðbundnir við fjörðinn. Heimasvæði þeirra allra skaraðist við vegfyllinguna en enginn minkur fannst á því svæði sem minkurinn notaði haustið 2003. Vegfyllingin var ekki sérlega eftirsótt sem staður fyrir minkabæli en virtist aftur á móti vera lykilsvæði til fæðuöflunar fyrir mink.

Erfitt er að fullyrða um það hvort fjölgun staðbundinna minka eftir tilkomu vegfyllingarinnar hafi verið afleiðing hennar eingöngu, þótt vísbendingar séu um það. Breytingar í landnotkun minka við Kolgrafafjörð haustið 2006 benda hins vegar sterklega til að vegfyllingin skipti þá miklu máli og hafi bætt búsetuskilyrði fyrir minka við fjörðinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is