Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2008 10:14

Gríðarlegar kostnaðarhækkanir á aðföngum bænda

Skortur er á korni í heiminum
Síðar í þessari viku er að vænta fyrsta verðs á innfluttum tilbúnum áburði en nú eru aðstæður á þeim markaði mjög ólíkar þeim sem verið hafa undanfarin ár. Bændur óttast hið versta, þ.e. að áburður muni hækka allverulega, eða allt að 50 - 60% milli ára, samkvæmt svartsýnustu spám. Þar sem ekki er svo ýkja langt til vors er þessi bið því bæði óþægileg og óvenjuleg fyrir bændur þar sem áburður er einn af stóru kostnaðarliðunum í búvöruframleiðslunni. Þessi áætlaða hækkun á áburði bætist ofan á mikla fóðurverðshækkun undanfarna mánuði sem almennt er vegna skorts á korni í heiminum. Á sama tíma hækkar verð til bænda fyrir framleiðsluvörur þeirra óverulega.

Til margra ára hafa innflutningsaðilar fest áburðarkaup strax á haustin og markaðurinn hefur einkennst af meira framboði en eftirspurn eftir tilbúnum áburði. Þannig hafa þeir tryggt sér framvirka samninga og boðið betri kjör á áburði til bænda sem staðfest hafa pantanir fyrir áramót hverju sinni. Nú er staðan á áburðarmarkaði hinsvegar allt önnur og kemur margt til. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er ein helsta ástæða stóraukinnar eftirspurnar eftir áburði sú að Evrópusambandsríkin, Bandaríkin og fleiri lönd hafa stóraukið framleiðslu á lífrænum orkugjöfum á bíla, svokölluðu biodisel. Það krefst mikillar ræktunar t.d. á maís sem er hráefni til vinnslunnar. Léleg kornuppskera síðastliðið ár víða í heiminum er önnur ástæða og hefur meira land því verið tekið til ræktunar sem krefst meiri áburðargjafar. Markaðsaðstæður milli ára hafa því breyst frá því að einkennast af kaupendamarkaði í að vera seljendamarkaður þar sem framboð á áburði er minna en eftirspurnin.

Samkvæmt heimildum Skesssuhorns eru innflytjendur tilbúins áburðar nú óðum að fá í hús verðtilboð í áburðarkaup. Svo virðist sem enginn vilji vera fyrstur til að birta sitt verð og menn bíði því hver eftir öðrum í eins konar “status quo” ástandi.

Eyjólfur Sigurðsson er framkvæmdatjóri Fóðurblöndunnar sem verið hefur umfangsmikill aðili í innflutningi áburðar síðastliðin ár. Hann sagði í samtali við Skessuhorn sl. mánudag að fyrirtækið birti verðskrá sína í þessari viku. “Við erum að stefna á að birta okkar verðskrá í þessari viku eða þegar búið er að festa verð í allar tegundir sem verða í boði í vor.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is