Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2008 12:03

Lögreglan bjargaði umkomulausum útlendingi

Þau eru misjöfn verkefnin sem reka á fjörur lögreglumanna. Í liðinni viku tóku lögreglumenn á Akranesi sem voru á eftirlitsferð eftir manni sem sat á ferðatösku, árla morguns, skammt frá Akratorgi. Lögreglumennirnir gáfu þessu svosem engan sérstakan gaum í fyrstu heldur héldu áfram ferð sinni. Einum tveimur eða þremur tímum síðar sáu þeir manninn aftur sitjandi á töskunni á sama stað. Kalt var í veðri og var nú maðurinn orðinn heldur ræfilslegur að sjá, að sögn lögreglu. Gáfu þeir sig á tal við hann og reyndist þetta vera útlendingur sem var nýkominn til Íslands til að hitta kærustuna sína og ætlaði að dvelja hjá henni í hálfan mánuð. Hún mun hafa átt að sækja hann á þennan stað en hún er búsett ekki langt frá Akranesi. Eitthvað hafði þó farið úrskeiðis því ekki kom hún á tilsettum tíma og ekki náðist við hana símasamband.

Lögreglan sá aumur á manninum og bauð honum að koma á lögreglustöðina í húsaskjól og þiggja heitt kaffi. Dagurinn leið að kvöldi og ekki náðist í kærustuna. Lögreglan aðstoðaði manninn við að finna ódýra gistingu yfir nóttina en hann var auralítill.

Að morgni næsta dags varð lögreglan aftur vör við manninn í reiðileysi með ferðatöskuna. Aftur var honum boðið skjól á lögreglustöðinni og þegar leið á daginn náðist loks í meinta kærustu. Þá kom í ljós að stúlkan, sem er samlandi mannsins, vildi ekkert með hann hafa.

Nú voru góð ráð dýr. Aumingja maðurinn vegalaus á Íslandi, peningalaus, kærustulaus, með farmiða sem gilti heim eftir hálfan mánuð og þekkti engan nema stúlkuna sem hann hélt að væri kærastan hans. Lögreglumenn á vakt tóku til við að leita ráða fyrir manninn og tókst að fá inni fyrir hann á færeyska sjómannaheimilinu í Reykjavík. Lögreglumenn sáu síðast til mannsins þar sem hann fór inn í strætisvagn til Reykjavíkur og greiddi fargjaldið með peningum sem vakthafandi lögreglumenn höfðu gefið honum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is