Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. janúar. 2008 11:20

ÍA með meistaraflokk kvenna að nýju

Í lok síðustu viku var endanleg ákvörðun tekin um að stofna að nýju meistaraflokk kvenna hjá ÍA og senda lið til keppni í 1. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu næsta sumar. Haraldur Magnússon frá Sandgerði hefur verið ráðinn þjálfari liðsins, en hann hefur mikla reynslu af þjálfun í kvennaknattspyrnunni. Þá hefur verið ákveðið að ÍA og Afturelding sendi sameiginlegt lið til keppni í 2. flokki kvenna næsta sumar. Eftir að lið ÍA féll úr úrvalsdeildinni árið 2004 hefur verið doði í kvennaboltanum á Skaganum, þrátt fyrir að yngri flokkarnir hafi staðið sig vel. Uppistaðan í leikmannahópnum næsta sumar verða stelpur sem nýkomnar eru upp úr 3. flokki og einnig sex eða sjö stelpnanna sem voru í liðinu fyrir fjórum árum og ætla að byrja aftur.

Ein þeirra, Karitas Elvarsdóttir, hefur leikið með Stjörnunni undanfarin ár, en snýr nú heim að nýju. Þá kemur væntanlega ungur og efnilegur markvörður úr Sandgerði og ráðgert er að styrkja liðið með tveimur til þremur leikmönnum til viðbótar, jafnvel fá erlendan leikmann, að sögn Haraldar Magnússonar þjálfara.

 

„Við vitum ekki hvar við stöndum eftir þetta hlé, en stelpurnar eru engu að síður ákveðnar í því að standa sig vel. Ég held við stefnum þó ekki að því að fara upp um deild fyrr en eftir tvö til þrjú ár, enda er í dag verið að bíða eftir ’93 árgangnum. Þær stelpur eru mjög efnilegar og hafa unnið mestallt fram til þessa,“ segir Sigurður Magnússon.

 

Ragnheiður Rún Gísladóttir er ein þeirra leikmanna sem dregur nú skóna fram að nýju. „Við erum ákveðnar í að hafa gaman að þessu og ná upp góðri stemningu. Vonandi verður þetta miklu betra næsta sumar, heldur en seinast þegar hálft liðið hætti haustið áður og tilfinnanlega vantaði reynslu í liðið,“ segir Ragnheiður Rún.

 

Að sögn Haraldar þjálfara verða með ÍA í 1. deildinni næsta sumar: Haukar, FH, ÍR, Þróttur, ÍBV og GRV. Þá gæti hugsast að Leiknir og BÍ/Bolungarvík verði með lið í deildinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is