Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2008 07:19

Bílás opnar glæsilegan sýningarsal á afmælisári sínu

Bílás - Bílasala Akraness er heldur betur að færa út kvíarnar um þessar mundir með því að opna nýjan og glæsilegan sýningarsal í bækistöðvum sínum að Smiðjuvöllum 17. Formleg opnun sýningarsalarins verður á morgun, laugardaginn 26. janúar. Þar verða nýir bílar til sýnis í 550 fermetra húsnæði sem þeir Bílás-bræður Ólafur og Magnús Óskarssynir segja að sé ein besta aðstaða á landinu, það gerist ekki betra á landsbyggðinni. Bílasalan Bílás verður 25 ára á þessu ári og er að sögn þeirra bræðra fyrsta fyrirtækið á Akranesi sem stofnað var eingöngu í þeim tilgangi að selja bíla, menn voru fram að þeim tíma að selja bíla með annarri vinnu. „Ég gæti trúað því að við séum að verða ein elsta bílasala landsins,“ segir Ólafur.

Bílás hefur frá upphafi verið í samstarfi við B&L með sölu á nýjum bílum og hefur sú samvinna gengið vel. B&L verða með tæpan helming af nýju sýningaraðstöðunni, en í hinum hlutanum verður bílaumboð Heklu sem einnig hefur gengið til samstarfs við Bílás, en bílasalan er rekstraraðili og eigandi hússins.

„Okkur sýnist að það sé grundvöllurinn fyrir bílasölu í dag að geta sýnt nýjustu bílana, þó svo að sala á notuðum bílum fyrir almenning sé ekki síður mikilvæg og reyndar stór hluti rekstursins. Ég held að margir fagni þessari nýju aðstöðu hjá okkur. Það eru ekki bara Akurnesingar sem hafa keypt bíla hjá okkur, heldur líður ekki sú vika að við seljum ekki bíla til Reykjavíkur og reyndar vítt og breitt um allt land. Viðskiptin eru ekki síst úr nágrenninu, t.d. hefur verið mikil aukning úr Mosfellsbænum á seinni árum. Við finnum fyrir ört vaxandi byggð hérna á Skaganum. Traffíkin og viðskiptin hafa verið að aukast mikið síðustu ár,“ segir Ólafur.

 

„Göngin hafa haft mikið að segja og síðan eigum við marga og góða viðskiptavini hér vestur um, í Borgarnesi og á Snæfellsnesi. Það er einmitt sá markaður og hér á Akranesi sem við erum einkum að höfða til með þessari glæsilegu aðstöðu. Og það er gaman að segja frá því í dag, að þegar við sóttum um lóð hérna við Smiðjuvellina fyrir tveimur árum, heyrðist að fólk hváði við og sagði að við værum að flytja út í sveit. En nú er allt að byggjast upp í kringum okkur,“ segir Magnús Óskarsson.

 

Á myndinni eru þeir Heiðar Logi Sigtryggson sölumaður og bræðurnir Ólafur og Magnús Óskarssynir fyrir utan sýningarsalinn og stórbyggingu Bíláss – Bílasölu Akraness við Smiðjuvelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is