Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2008 08:33

Björgunarsveit kallar eftir strekkiborðum sínum

Mikill erill hefur verið hjá björgunarsveitarfólki á Vesturlandi í vetur. Hvert stórviðrið á fætur öðru hefur gengið yfir þar sem mikið hefur mætt á björgunarsveitunum. Ásgeir Kristinsson formaður Björgunarfélags Akraness segist vera mjög ánægður með hvað hlutirnir hafi gengið vel og samvinna við borgarana verið góð. „Hluti af aðstoðinni hefur falist í því að fergja dót og festa niður með svokölluðum strekkiborðum. Vanalega höfum við getað gengið í það strax næsta dag að sækja þessa borða, en vegna tíðra óveðra og annríkis vegna þeirra og við flugeldasölu þá höfum við ekki haft tök á að nálgast þessa borða. Þætti okkur vænt um ef fólk gæti séð sér fært að koma borðunum til okkar og einnig ef það væri aflögufært með svona borða að láta okkur njóta góðs af.

Þessi búnaður er nauðsynlegur fyrir okkur eins og aðrar björgunarsveitir sem þurfa líka að endurheimta sinn búnað,“ segir Ásgeir.

Björgunarfélag Akraness hafði yfir að ráða 70 strekkingarborðum í haust þegar lætin byrjuðu í veðrinu. Núna er staðan þannig að aðeins eru inni á birgðastöðinni tíu strekkjarar. Þörfin fyrir þennan búnað hefur verið gríðarleg í vetur, en þess má geta að  hver strekkjaraborði kostar sjö eða átta þúsund krónur. Ásgeir Kristinsson segir að fólk geti haft samband eða skilið borðana eftir fyrir utan björgunarsveitarhúsið, svo sveitin verði í stakk búin til að mæta næsta hvelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is