Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2008 11:14

Fjölbrautaskóli Snæfellinga eflir tengslin við samfélagið

“Við héldum nokkra samráðsfundi fyrir jól í kjölfarið á úttekt sem gerð var á starfsemi skólans síðastliðin þrjú ár,” segir Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Fundirnir voru þrír talsins og haldnir með íbúum á svæðinu, sveitarstjórnarmönnum, foreldrum, nemendum, skólanefndarmönnum og starfsfólki skólans svo dæmi séu tekin. Þeir voru liður í því að marka stefnu skólans til framtíðar og ræða hvort og hvernig hann gæti verið leiðandi í starfi sínu.

“Það sem kom einna sterkast fram á þessum fundum var að fólk vildi efla tengsl skólans við samfélagið hér í kring,” segir Guðbjörg. “Því höfum við ákveðið að hafa opinn dag þann 5. apríl og langar að fá fyrirtæki og stofnanir á svæðinu í lið með okkur. Það væri gaman að koma af stað samstarfsverkefnum og gera eitthvað sem kæmi fyrirtækjunum að gagni. Við höfum til dæmis látið okkur detta í hug að tengja saman starf leikskólanna og áfanga sem hér er kenndur um barnabækur.

Auk þess langar okkur að efla tengingu nemenda við dvalarheimilin á svæðinu. Svo gætu nemendur útbúið kynningarefni fyrir fyrirtæki, þýtt upplýsingar fyrir ferðaþjónustuaðila, gert kannanir á viðhorfum til ákveðinna mála og svo mætti lengi telja. Möguleikarnir eru endalausir,” segir Guðbjörg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is