Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2008 09:34

Heilsuklasi í Stykkishólmi í undirbúningi

Í Stykkishólmi er nýbyrjaður undirbúningur á verkefni sem hefur hlotið vinnuheitið „Heilsuklasi í Stykkishólmi.“ Fundur hefur verið haldinn með hagsmunaaðilum sem væntanlega myndu tengjast verkefninu. Fundurinn var mjög vel sóttur, tæplega 30 manns mættu og fleiri aðilar hafa óskað eftir nánari upplýsingum, að sögn Írisar Huldar Sigurbjönsdóttur sem er að vinna að verkefninu ásamt Gyðu Steinsdóttur. Það var bæjarstjórnin í Stykkishólmi með Erlu Friðriksdóttur bæjarstjóra í broddi fylkingar sem leitaði til Írisar og Gyðu að taka að sér þetta verkefni sem yrði þá byggt í kringum heilsutengda ferðaþjónustu í Stykkishólmi.

Forsagan að þessu er sú að þær Íris og Gyða luku BS-prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri á liðnu vori. Í lokaritgerð sinni fjölluðu þær um atvinnu- og stefnumótunarmál í Hólminum og gerðu í því sambandi ýmsar kannarnir meðal fyrirtækja og aðila í bænum. Það var vegna þessara gagna og vitneskju sem bæjarstjórninni fannst tilvalið að nýta krafta þeirra Írisar Huldar og Gyðu til þessa verkefnis.

Á fyrrnefndum fundi kynntu Íris og Gyða hugtakið um klasasamstarf, þar sem fyrirtæki vinna saman en eru þó í samkeppni. Íris segir markmiðið með verkefninu að auka slagkraft þjónustuaðila í Hólminum, bæta þjónustu við viðskiptavini, auka nýtingu þjónustuþátta og auka þekkingu, auk þess sem verkefni sem þessi leiði oft og tíðum af sér einhverja nýsköpun. „Það er svo hlutverk væntanlegra þátttakenda í heilsuklasanum að skilgreina markmið, stefnu og framtíðarsýn nánar þegar búið er að ganga frá formlegri stofnun. Í vikunni 4.-8. febrúar nk. munum við Gyða hafa samband við forsvarsmenn þjónustufyrirtækjanna og falast eftir formlegum svörum. Framvinda verkefnisins byggist svo að sjálfsögðu á því hvort einhverjir hafa vilja til að taka þátt í því, en við teljum að möguleikarnir séu til staðar til að koma því á fót. Dæmi um verkefni sem klasinn getur hrint í framkvæmd er útgáfa kynningarefnis, gerð heimasíðu og markaðssetning heilsutengdrar þjónustu í Stykkishólmi,“ segir Íris Huld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is