Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. janúar. 2008 03:22

Ítrekað brotist inn í Heynesbæinn

Á undanförnum mánuðum, nú síðast 16. janúar, hefur verið brotist inn í gamla bæinn á Heynesi í Hvalfjarðarsveit. Auk þess sem unnar hafa verið skemmdir á húsinu hefur ýmsum gömlum munum úr dánarbúi Halldórs Kristjánssonar sem síðast bjó á bænum, verið stolið, en hann lést árið 2002. Eigendur jarðarinnar eru systir Halldórs og börn annarrar systur þeirra. Þeir hafa nú ákveðið að auglýsa eftir vitnum sem hugsanlega hafa séð til grunsamlegra mannaferða á Heynesi með von um að hægt verði að upplýsa innbrotin.

Eigendurnir segja í samtali við Skessuhorn að líklegt sé að um sama aðila, einn eða fleiri, sé að ræða því svipaðar aðferðir hafi verið notaðar í öll þau sex skipti sem brotist hefur verið inn í húsið. “Það hefur verið rótað til í bókstaflega öllu sem innandyra er. Einkum hefur verið stolið munum sem fyrst og fremst hafa tilfinningalegt gildi fyrir eigendur þeirra en eru afar verðlitlir fyrir þjófana. Þannig hefur t.d. gömlum skáp og stofuorgeli verið stolið. Það hafa því verið a.m.k. tveir á ferð í einhver skiptin því orgelið er tveggja manna tak,” segir þeir.

Eigendur á Heynesi vilja nú höfða til þjófanna sjálfra að gera ráðstafanir til að skila þessum hlutum. Jafnframt óska þeir eftir aðstoð þeirra sem hugsanlega hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á eða við bæinn að láta lögregluna í Borgarnesi eða á Akranesi vita. Bærinn á Heynesi blasir við einkum þegar ekið er í vesturátt eftir afleggjaranum á Innnesveginn. “Það er í raun örþrifaráð að leita eftir ábendingum af þessu tagi, en lögreglunni hefur orðið lítið ágengt við að upplýsa málið enn sem komið er,” segja eigendurnir að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is