Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2008 10:28

Kattafár á Akranesi

“Okkur hafa borist afar margar og ítrekaðar kvartanir vegna katta í bænum og sjáum okkur ekki annað fært en að grípa til aðgerða,” segir Gísli S. Einarsson bæjarstjóri á Akranesi. Hann segir sannkallað kattafár ríkja í bænum. “Eigendur verða að fylgjast betur með köttunum sínum. Það er alveg öruggt mál að á því er mikill misbrestur og sumum köttum, jafnvel köttum sem eru merktir í bak og fyrir, er mjög illa sinnt af eigendum sínum. Þegar svona kalt er í veðri eru þeir glorsoltnir og kaldir og stökkva því alls staðar inn um glugga þar sem þeir komast.”

Gísli segir að í bænum séu einungis skráðir 58 kettir. “Það eiga allir að skrá kettina sína og þótt skráðum köttum hafi fjölgað má betur ef duga skal. Þetta kattafár sem nú er í gangi hefur orðið til þess að við neyðumst til að grípa til aðgerða.

Við förum að taka þessa ketti sem ganga hér lausir um allt og ef eigendur vitja þeirra ekki eigum við ekki annarra kosta völ en að láta þá hverfa yfir móðuna miklu.” 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is