Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. janúar. 2008 01:02

Skora á bæjarfulltrúa Akraness að leiðrétta hlut barnafólks

Foreldrafélög allra fjögurra leikskóla á Akranesi sendu bæjarfulltrúum Akraness bréf á föstudag þar sem þeir lýstu yfir óánægju sinni með hækkun leikskólagjalda. Í bréfinu segir meðal annars að “nýárskveðjan sem beið foreldra í hólfum barna þeirra að loknum fyrsta degi leikskólans á nýju ári” hafi ekki verið í takt við kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um að dagvistargjöld á leikskólum verði sambærileg við það sem gerist í nágrannasveitarfélögum. Þar er átt við skilaboð um hækkun almennra leikskólagjalda um 5% en á síðasta ári voru þau hækkuð um 3,5%. Í bréfinu er þess einnig getið að lækkun matarskatts í mars á síðasta ári hafi ekki haft áhrif á gjaldskrá leikskólanna.

 

Í bréfinu segir einnig: “...dagvistunargjöld á leikskólum Akraness eru umtalsvert hærri en gengur og gerist í nágrannasveitafélögum okkar. Einfaldur samanburður á gjöldum sveitarfélaga í kringum okkur leiðir í ljós að foreldrar með eitt barn á leikskóla á Akranesi eru að greiða frá 55 þúsundum til 93 þúsundum meira á ári í dagvistunargjöld fyrir 8 klst með fullu fæði heldur en í nágrannasveitafélögum okkar. Munurinn er allt upp í tæplegar 103 þúsund árlega fyrir 9,5 klst. Það munar um minna fyrir barnafólk sem er e.t.v. að koma þaki yfir höfuðið eða er á leigumarkaði.” Foreldrafélögin taka einnig dæmi um foreldra sem hafa 2 börn á leikskóla í 8 klukkustundir á dag með fullu fæði. Munurinn á gjaldi í Reykjavík og á Akranesi nemur þá tæplega 273 þúsund krónum á ári samkvæmt bréfriturum. Sé annað foreldrið í námi er mismunurinn rúmlega 315 þúsund krónur á ári.

 

Bréfritarar segja að þótt finna megi sveitarfélög sem innheimta hærri leikskólagjöld en Akranes hljóti að vera sanngjarnt að bera bæinn saman við “alvöru sveitarfélög með metnað fyrir fjölskyldufólki” þar sem Akranes gefi sig út fyrir að vera fjölskylduvænt bæjarfélag. Loks enda þeir á að skora á bæjarfulltrúana að leiðrétta hlut barnafólks: “Við skorum á ykkur að gera það strax.”

 

Rétt er að benda á grein Eydísar Aðalbjörnsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, hér á síðunni, þar sem hún fer yfir efndir kosningaloforða. Þar segir hún m.a.: "Ætlunin er að uppfylla þau kosningaloforð að dagvistargjöld verði sambærileg við það sem gerist í nágrannasveitarfélögunum og að Akranesbær auki niðurgreiðslur til barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi." Sjá grein Eydísar hér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is