Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2008 08:11

Kynningarfundir um nám og námskeið í dreifbýli

Verkefnin Lifandi landbúnaður og “Byggjum brýr” ásamt Bændasamtökum Íslands hyggja á fundaherferð um Vesturland. Haldnir verða sameiginlegir kynningarfundir á Hvanneyri miðvikudaginn 30. janúar klukkan 20:00, Tjarnalundi Dalasýslu fimmtudagskvöldið 31. janúar klukkan 20:00 og í Breiðabliki á Snæfellsnesi föstudagskvöldið 1. febrúar klukkan 20:30.

Í þessari herferð mun Ragnhildur Sigurðardóttir kynna hvernig verkefnið Byggjum brýr gekk, en eins og mörgum er kunnugt um hefur það staðið síðustu tvö ár. Mikil vakning hefur verið fyrir heimavinnslu og –sölu afurða. Árni Jósteinsson frá BÍ mun segja frá hvar verkefnið Beint frá býli er statt og hvað er framundan í þeim geira.

Nýjar stjórnarkonur Lifandi landbúnaðar, sem er grasrótarhreyfing kvenna í dreifbýli, kynna starfið og þau námskeið sem til stendur að halda á næstu misserum.

 

Í undirbúningi er að halda grunnnámskeið í gerð viðskiptahugmynda, ef næg þátttaka fæst, en þar verður farið yfir vinnslu viðskiptahugmynda í hvers konar rekstri, hverju þarf að huga að áður en af stað er haldið, form reksturs, eignaraðild, tryggingar, auglýsingamál og fleira. Lifandi landbúnaður hefur verið samstarfsaðili Landbúnaðarháskólans og Bændasamtaka Íslands í stóru fjölþjóðlegu verkefni sem nefnist Byggjum brýr. Bakbeinið í námskeiðahaldi Lifandi landbúnaðar hefur frá upphafi verið konur kenna konum og markmið samtakana að styrkja konur í dreifbýlinu á þann hátt.

 

Námskeið sem Lifandi landbúnaður hefur nú þegar staðið að eru Ferðaþjónusta í landbúnaði, Örnámskeið í landbúnaði og Heimavinnsla-heimasala. Þessi námskeið eru enn opin og í boði fyrir félagskonur Lifandi landbúnaðar. Með breyttum búskaparháttum hafa bændur þurft meira að skapa sér ný atvinnutækifæri og auka verðmæti afurða sinna heima á býlum sínum. Lifandi landbúnaður hefur reynt að koma á móts þær þarfi með áðurnefndum námskeiðum. Hópar hafa verið stofnaðir um allt land sem leiddir eru svæðisbundið af lykilkonum. Konur fá námsgögn heim sem þær kynna sér og ræða síðan í hópum, einu sinni í viku, í 4 til 6 vikur. Þannig kenna þær hver annarri. Hefur þetta fyrirkomulag verið að þróast síðustu árin og gefist vel. Nú er þriðja misseri starfsins að hefjast og eru allar konur sem áhuga hafa hvattar til að mæta á fundina til að fræðast meira og heyra nánar um starfið framundan.

(Fréttatilkynning)

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is