Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2008 11:14

Ný gámastöð í Snæfellsbæ

Fyrsta skóflustungan að nýrri gámastöð var tekin í Ólafsvík á mánudag af Smára Björnssyni bæjartæknifræðingi Snæfellsbæjar. Nýverið gerði sveitarfélagið sjö ára samning við Gámaþjónustuna hf um að fyrirtækið sæi um sorpmál sveitarfélagsins. Heimir Ívarsson starfsmaður Gámaþjónustunnar segir í samtali við Skessuhorn að á síðasta ári hafi fyrirtækið keypt fiskvinnsluhús undir starfsemina að Ennisbraut 38 í Ólafsvík og nú verði farið í miklar framkvæmdir við að skipta um jarðveg, malbika og búa til rampa og er það til þess að auðvelda losun stærri hluta, og losun sorps fer að hluta til innandyra þar sem fólk getur losað sig við minni úrgang.

 

Smári Björnsson segir að gámastöðinni Snæfríði, sem staðsett er skammt frá flugvellinum á Rifi, verði lokað þegar framkvæmdum við þessa nýju gámastöð verði lokið. Áætlað er að því verki verði lokið í sumar. Smári segir ennfremur að íbúar Snæfellsbæjar fái kort sem gildir fyrir 12 ferðir á ári í gámastöðina, en eftir það verði greitt eftir vigt. Stöðin verður girt af og öflugt myndavélaeftirlit verður á staðnum samkvæmt Smára.

 

Verktakafyrirtækið Fljótandi mun sjá um framkvæmdirnar við gámastöðina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is