Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2008 12:17

Nýr lyfjafræðingur í Lyf og heilsu á Akranesi

“Mér finnst Akranes bæði spennandi og skemmtilegur staður,” segir Sigríður Pálína Arnardóttir, eða Sigga Palla, sem tekur við af Gylfa Garðarssyni sem lyfsöluleyfishafi hjá Lyf og heilsu á Akranesi. “Ég stýrði apóteki í bæ í Noregi sem er ekki ósvipaður Akranesi – með sjó og sveit í kring – og líkaði það mjög vel. Stefnan er sett á að flytja á Skagann þótt ég keyri ennþá frá Reykjavík,” segir Sigga Palla. Hún segist ætla að leggja megináherslu á faglega þjónustu og ráðgjöf í nýja starfinu.

“Einkunnarorð Lyf og heilsu eru “við hlustum” og ég ætla að leggja mikið upp úr því. Apótekið á að vera aðgengilegt fyrir alla. Fólk getur komið hingað, spurt um lyfin sín, aukaverkanir þeirra, milliverkanir með mat og þar fram eftir götunum. Auk þess höfum við hug á að bjóða upp á göngugreiningu. Í gegnum tíðina hef ég einnig verið með næringarráðgjöf og ráðgjöf um reykbindindi. Það gekk mjög vel og ég ætla að halda því áfram hér. Við leggjum mikla áherslu á trúnað og heitum viðskiptavinum algjörum trúnaði enda er það lykilatriði í litlum samfélögum á borð við Akranes.”

Sigga Pála starfaði áður í Hafnarfirði. “Þar hefur verið afar gott samstarf milli mín og heilbrigðisstéttanna. Ég vona að það verði líka raunin hér á Akranesi og hef í raun áhuga á samstarfi við sem flesta aðila sem koma að heilsu- og forvarnarmálum.”

Á næstu vikum mun Sigga Pála skrifa pistla um heilsu sem verða birtir í Skessuhorni. Hún hefur áður skrifað pistla í tímaritið Nýtt form og fjallað um heilsutengd málefni í Íslandi í bítið. Sigga er ekki í nokkrum vafa um hvert heilsuráð númer eitt er. “Heilbrigður lífsstíll og hreyfing skiptir miklu máli en ekki síður gleði í sál og hjarta. Hún hefur einna mest áhrif á heilsuna,” segir Sigga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is