Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2008 03:30

Vör flutt í eigið húsnæði

Síðasta laugardag var opið hús að Norðurtanga 3 í Ólafsvík, en tilefnið var að Vör - Sjávarrannsóknarsetrið við Breiðafjörð flutti í eigið húsnæði, 140 fermetra rannsókna- og skrifstofuaðstöðu, þann 11. janúar. Áður var Vör til húsa að Ennisbraut 1.  Erla Björg Örnólfsdóttir forstöðumaður Varar segir í samtali við Skessuhorn að þetta húsnæði gerbylti allri aðstöðu. ,,Við erum með tvær rannsóknastofur, tvær skrifstofur og góða kaffiaðstöðu þar sem einnig má halda minni fundi.“ Erla segir ennfremur að rannsóknastofurnar séu hannaðar fyrir starfsemina og settar upp miðað við umfang og þarfir rannsóknastarfseminnar. ,,Við erum með öll nauðsynlegustu tækin fyrir rannsóknirnar en þau tæki sem upp á vantar höfum við fengið að láni eða afnot af hjá samstarfsaðilum syðra,“ segir Erla og bætir við að áframhaldandi uppbygging verði á tækjakosti.

 

VÖR er sjálfseignarstofnun og standa 22 aðilar að baki stofnuninni. Eitt meginmarkmið hennar er að rannsaka lífríki Breiðafjarðar með það að leiðarljósi að auka þekkingu á vistkerfi fjarðarins og nýtingarmöguleikum auðlinda svæðisins.

Sótt hefur verið um styrki til rannsókna í innlenda og erlenda rannsóknasjóði. Í dag er unnið að rannsóknum á beitukóngi í Breiðafirði sem og framvindu svifþörunga og umhverfisþáttum (t.d. seltu, sjávarhita og styrk næringarefna). Áhersla er lögð á rannsóknir á undirstöðuþáttum lífríkisins Breiðafjarðar en jöfnum höndum verður unnið að verkefnum sem stuðla að aukinni nýtingu og arðsemi sjávarfangs úr Breiðafirði. Starfsmenn Varar eru fimm talsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is