Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2008 04:15

Sigur og tap hjá Vesturlandsliðunum í körfunni

Skallagrímur sigraði Tindastól 90:81 þegar Skagfirðingarnir komu í heimsókn í 14. umferð Úrvalsdeildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. Á sama tíma þurfti Snæfell að lúta í lægra haldi fyrir grimmum KR-ingum í Hólminum, 92:83.

Skallagrímsmenn voru þungir framan af og varnarleikurinn í molum. Þeir voru þremur stigum undir eftir fyrsta leikhluta og þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks var ekki útlit fyrir annað en Stólarnir færu með stigin tvö norður. Þá var staðan 40:25 fyrir þeim, en fyrir gott frumkvæði Hafþórs Gunnarssonar og Darrell Flake tókst Skallagrímsmönnum að minnka muninn og staðan í leikhléi var 34:40.

Tindastóll var aftur sterkari aðilinn í þriðja leikhlutanum og var með tveggja stiga forystu þegar farið var í fjórða leikhlutann. Þá voru Skallagrímsmenn komnir í gang og höfðu tögl og hagldir á lokamínútunum, sem Hafþór og Pálmi kláruðu á vítalínunni.

Darrell Flake var langbesti maður Skallagríms í leiknum. Hann skoraði hvorki fleiri né færri en 36 stig. Hafþór Gunnarsson gerði 22 stig, Allan Fall 18, Pálmi Sævarsson 7, Pétur Sigurðsson 5 og Milojica Zokovic 2. Stigahæstir hjá Tindastóli voru Joshua Buettner 27, Philip Pherre 18, Svavar Birgisson 12 og Ísak Einarsson 12.

 

Í Hólminum var leikurinn lengi vel í járnum og komu KR-ingar afar grimmir til leiks eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð. Jafnt var eftir fyrsta leikhluta, en Snæfell var fjórum stigum yfir í hálfleik 41:37. Spennan hélst út þriðja leikhluta, en á síðasta kafla leiksins náðu KR-ingar góðri forystu sem Snæfell náði ekki að vinna upp. Lokatölur 92:83 fyrir Vesturbæingana.

Hlynur Bæringsson átti mjög góðan leik í liði Snæfells, skoraði 20 stig og tók 17 fráköst. Sigurður Á. Þorvaldsson, nýkrýndur íþróttamaður HSH, var líka mjög góður og skoraði 21 stig. Justin Shouse hefur oft leikið betur, hann skoraði 15 stig. Jón Ólafur Jónsson skilaði 9 stigum og þeir Ingvaldur Magni Hafsteinsson og Anders Katholm gerðu 7 hvor. Stigahæstir hjá KR voru Joshua Helm með 24 stig, Pálmi F. Sigurgeirsson gerði 21, þar af 19 í seinni hálfleik. Helgi M. Magnússon skoraði 16 stig og Andrew Fogel 14.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is