Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2008 12:10

Nám í viðskiptafræði á ensku

Háskólinn á Bifröst mun fyrstur íslenskra háskóla bjóða upp á nám á ensku í viðskiptafræði til BS gráðu frá og með næsta hausti. “Með því að bjóða upp á nám alfarið á ensku er mætt þörfum nemenda sem hyggja á störf á alþjóðavettvangi og fyrirtækja sem starfa hér á landi og erlendis. Með þessu nýja námi er sótt fram á núverandi og nýjum mörkuðum og er hið alþjóðlega viðskiptasamfélag haft til hliðjónar við undirbúning og útfærslu námsins,” segir í tilkynningu frá skólanum.

Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að íslenskt samfélag væri löngu orðið alþjóðlegt og því væri þetta tímabært skref. „Íslenskt samfélag er alþjóðlegt samfélag. Það er mögulegt að taka ígildi stúdentsprófs á ensku hér á landi. Hér býr fjöldi fólks af erlendum uppruna, margt með erlendar prófgráður og eftirspurn eftir enskumælandi fólki á atvinnumarkaði hefur aldrei verið meiri. Einnig hefur eftirspurn eftir námi á ensku aukist á meðal Íslendinga sem vilja undirbúa sig vel undir framtíðina og erum við að mæta kröfum samfélagsins. Við munum einnig markaðssetja þetta nám erlendis. Við munum eftir sem áður vera með nám í viðskiptafræði á íslensku en þetta verður hrein viðbót við okkar fjölbreytta námsframboð,“ segir Ágúst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is