Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2008 09:40

Hlynur með enn einn stórleikinn

Hlynur Bæringsson átti enn einn stórleikinn í gærkveldi þegar Snæfell sótti Stjörnuna heim í  Ásgarð í Garðabæinn í Iceland Express-deildinni í körfubolta. Snæfell átti góða ferð suður, náði að sigra spræka Garðbæinga með níu stiga mun í leik þar sem mikið var skorað,103:94. Snæfell er nú komið með 14 stig eftir leikinn en Skallagrímur hefur 18 stig.

Leikur Snæfells og Stjörnunnar var jafn og spennandi, en eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikurinn ekki aðall liðanna í gær. Stjörnumenn höfðu frumkvæðið í byrjun og voru yfir eftir fyrsta leikhluta, 29:28. Snæfellingar voru hins vegar réttu megin hryggjar í leikhléinu, með tveggja stiga forskot, 56:58. Snæfell var síðan með frumkvæðið allan seinni hálfleik. Allt leit út fyrir að sigurinn væri orðinn Hólmara þegar þeir komust 12 stigum yfir, 80:92, þegar þrjár og hálf mínuta var eftir, en Stjörnumenn gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn niður í tvö stig áður en Snæfellingar með Hlyn í fararbroddi kláruðu leikinn á vítalínunni.

Hlynur fór fyrir sínum mönnum og var stigahæstur í liði  Snæfells, með 31 stig, 12 fráköst og átta stoðsendingar. Justin Shouse skoraði  20 stig og átti sex stoðsendignar, Slobodan Subasic gerði 15, Sigurður Þorvaldsson 15, Jón Ólafur Jónsson 11, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 9 og  Árni Ásgeirsson 2. Stigahæstir hjá Stjörnunni voru Dimitar Karadzovski með 24 stig og sjö stoðsendingar, Jovan Zdravevski 17, Calvin Roland 17 og 10 fráköst, Kjartan Kjartansson 15 og  Fannar Freyr Helgason 11.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is