Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2008 11:31

Akurnesingar ekki búnir að gefast upp í Grandamálinu

Ekki var neinn sjáanlegur árangur af fundi bæjarstjórnar Akraness með stjórnendum HB Granda, þingmönnum Norðvesturkjördæmis, stjórn Faxaflóahafna og formanni Verkalýðsfélags Akraness í gærkveldi, enda vart við því að búast eftir að stórn HB Granda ítrekaði á stjórnarfundi fyrr um daginn ákvarðanir um uppsagnir starfsfólks HB Granda, 59 talsins og síðan endurráðningu 20 starfsmanna. Að loknum fundinum var efnt til auka bæjarstjórnarfundar þar sem bæjarstjórn Akraness samþykkti áskorun til stjórnar Faxaflóahafna og stjórnar HB Granda hf. um að taka upp þráðinn frá því sem frá var horfið í ágúst s.l. um flutning fyrirtækisins til Akraness. 

Þá sé í stofnsamningi Faxaflóahafna kveðið á um að efla Akranes sem fiskihöfn. Í ályktuninni krefst bæjarstjórn  þess að við það verði staðið og  bendir einnig á að HB Grandi hafi eins og önnur útgerðarfyrirtæki tímabundinn ráðstöfunar- og nýtingarrétt á fiskiauðlindinni. Ábyrgð þeirra fyrirtækja sem hafa slíkan rétt sé mikil gagnvart því samfélagi sem þau starfa í.

 

Á fyrrnefndum fundi með forstjóra HB Granda bauðst bæjarstjórnin til að liðsinna fyrirtækinu með flutning allrar landvinnslu til Akraness, eins og forsvarsmenn HB Granda höfðu lýst yfir áhuga fyrir á liðnu sumri, en síðan hætt við mánuði síðar. Eggert Guðmundsson forstjóri sagði að málið væri ekki svona einfalt, það horfði allt öðruvísi við frá sjónarhóli starfsfólks í Reykjavík. Stjórnendur fyrirtækisins hefðu ekki átt annan kost en segja upp á Akranesi, til að bregðast við niðurskurði í þorskkvóta.

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir að Akurnesingar séu ekki búnir að gefast upp í þessu máli. Hann álítur að uppsagnirnar séu langt umfram það sem niðurskurður á þorskkvóta geti réttlætt. Því sé fyllsta ástæða til að skoða hversu mikið útflutningur á ferskum fiski hafi aukist á síðustu mánuðum, einnig í ljósi þess hvort lækkun útflutningstolla á þessum afurðum hafi virkað hvetjandi á þennan útflutning.

 

Á fundinum í gærkveldi kom fram ágreiningur milli forstjóra HB Granda Eggerts Guðmundssonar og Gísla Gíslasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna. Eggert sagði að svör stjórnenda Faxaflóahafna við erindi HB Granda hafi einkum orðið til þess að fyrirtækið hætti við flutning á Akranes. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna sagði að ekki hefði verið farið að reyna á það þegar HB Grandi hætti við. „Við vorum tilbúnir að hefja undirbúning við þær framkvæmdir sem voru taldar nauðsynlegar til að fyrirtækið gæti flutt starfsemina. Hinsvegar var einsýnt að sá tímarammi sem HB Granda-menn settu fram einhliða án þess að ræða við okkur, var óraunhæfur. Á hinn bóginn höfum við fyrir nokkru kynnt, m.a. fyrir bæjarstjórn Akraness, nýjar útfærslur á þeim framkvæmdum sem HB Grandi var að biðja um og við teljum raunhæft að fara í. Þær eru að okkar mati ásættanlegar fyrir fyrirtækið ef það ætlar til lengri tíma að stunda útgerð og fiskvinnslu á Akranesi. Við vorum búnir að kynna þær hjá  HB Granda áður en til uppsagnanna kom. Við munum ekki standa í vegi fyrir því að HB Grandi geti flutt sína starfsemi á Akranes,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is