Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2008 05:06

Leikskólagjöld ekki lægri fyrir starfsmenn

Starfsmenn leikskólanna Andabæjar, Klettaborgar og Uglukletts í Borgarbyggð sendu nýverið byggðaráði erindi um afsláttarskjör fyrir börn þeirra í leikskólum. Byggðaráð sendi erindið til umsagnar í fræðslunefnd sem hafnaði erindinu. Byggðaráð mun taka það fyrir á morgun, miðvikudag. Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri segist ekki eiga von á því að byggðaráð breyti á móti afstöðu fræðsluráðs.

Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri segir í samtali við Skessuhorn að fræðslunefnd hafi komist að þessari niðurstöðu að vel athuguðu máli. „Ég hef tekið saman upplýsingar frá 21 sveitarfélagi víðsvegar um landið. Í fimmtán þeirra greiða leikskólastarfsmenn almennt gjald fyrir börn sín sem eru í leikskólum en stafsmenn fá sömu afsláttarkjör og einstæðir foreldrar í sex þeirra. Það eru því 71% sveitarfélaga sem ekki veita starfsmönnum afslátt af leikskólagjöldum.“

 

Ásthildur segir að það sé fyrst og fremst úr frá jafnræðissjónarmiði sem þessi ákvörðun er tekin. „Ég tek heilshugar undir það að starfsmenn leikskólanna vinni mikilvægt starf og oft við erfiðar aðstæður, en það gera einnig aðrir starfsmenn sveitarfélagsins. Ég tel því eðlilegt að starfsmenn fái kjör sín bætt í gengum kjarasamninga. Sveitarfélagið hefur falið Launanefnd sveitarfélaga umboð til gerðar kjarasamninga við starfsmenn sveitarfélagsins og skuldbundið sig til að fylgja þeim samingum sem gerðir eru. Því er óeðlilegt að víkja frá ákvæðum kjarasamninga fyrir ákveðinn hóp starfsmanna með þeim hætti sem lagt er til í bréfi starfsmannanna. Það veldur mismunum, bæði innan leikskólans og milli stofnana sveitarfélagsins. Með tilliti til jafnræðisreglu sveitarstjórnarlaga var því ekki mælt með því að starfsmenn leikskóla Borgarbyggðar greiði lágmarksgjald fyrir börn sín í leikskólum,“ segir Ásthildur Magnúsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is