Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2008 01:46

Óneitanlega blikur á lofti í matvælaiðnaði

Ekki er ofsögum sagt að illa horfi í matvælaiðnaði sem í áratugi hefur staðið traustum fótum á sunnanverðu Vesturlandi. Í Skessuhorni sem kom út í dag er bæði greint frá þeirri ákvörðun HB Granda að halda sig við fyrri ákvörðun um uppsagnir tuga landvinnslufólks á Akranesi frá næstu mánaðamótum. Þó stendur til að endurráða um 20 starfsmenn fyrirtækisins á Akranesi. Hér er um mikla blóðtöku að ræða fyrir atvinnulíf á Akranesi, eins og nærri má geta, því ekki eru nema fjögur ár frá því fyrirtækið hvarf úr eignaraðild heimafólks, sem veitti um 300 manns atvinnu. Þar með má segja að ríflega aldar sögu útgerðar sé við það að ljúka í bæjarfélaginu.  Á öðrum stað í blaðinu er greint frá því að Borgarnes kjötvörur ehf. sem fram til sl. gamlársdags var í eigu heimamanna í Borgarfirði, var selt Sundagörðum ehf. í Reykjavík. Nú hefur fyrirtækið sótt um heimild til að ganga til nauðasamninga og því eru tugir starfa við kjötvinnslu í Borgarnesi í mikilli óvissu.

Þegar hefur 9 manns verið sagt upp. Líkt og fiskveiðar og vinnsla á Akranesi hefur slátrun og kjötvinnsla verið burðarþáttur í atvinnulífi Borgfirðinga í áratugi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is