Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2008 09:19

Hætt við grunnskólapartí á Breiðinni

Samstaða stjórna foreldrafélaga grunnskólanna á Akranesi og verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnamála í bænum gegn boðuðu grunnskólapartíi á skemmtistaðnum Breiðinni, varð til þess að hætt var við partíið sem auglýst var í báðum grunnskólunum í síðustu viku og halda átti annað kvöld, fimmtudagskvöldið 31. janúar. Foreldrafélögin sendu bréf inn á öll heimili barnanna, þar sem foreldrarnir voru beðnir að standa saman og halda börnunum heima á þessu tiltekna kvöldi, enda væri þessi skemmtun ekki á vegum skólanna né annarra aðila sem koma að skóla- og æskulýðsstarfi. „Þeir aðilar sem að þessu standa eru ekki að vinna með börnum eða unglingum á neinn hátt. Okkur í foreldrafélögunum finnst þetta vera algerlega óforsvaranlegt að skipulögð sé skemmtun á vínveitingastað fyrir börn á aldrinum 13-16 ára,“ sagði m.a. í bréfi foreldrafélaganna.

Í bréfinu sagði að Breiðin sé fyrst og fremst vínveitingastaður og þessi aldur eigi þar ekki heima, þó svo að vínveitingar verði ekki í boði. Þarna sé verið að bjóða hættunni heim. Ýmsir aðilar gætu séð sér leik á borði og reynt að nálgast börnin. Svæðið í kring sé illa upplýst og óprúttnir gætu reynt að nýta sér það.

Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri forvarna- og æskulýðsmála í bænum sagði að þegar ungir menn í skjóli staðarhaldara á Breiðinni gerðu sér grein fyrir andstöðu foreldranna, hefðu þeir ákveðið að hætta við partíið, að sinni að minnsta kosti. Heiðrún sagði nóg framboð á afþreyingu og skemmtunum fyrir grunnskólanema á Akranesi og samstarf þeirra sem störfuðu að æskulýðsmálum í bænum væri mjög gott.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is