Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2008 09:29

Ósáttur við vinnubrögð fjarskiptafyrirtækis

“Konan mín kom heim í sveitina úr vinnunni og sá ókunnugan bíl á hlaðinu merktan Hive. Sonur okkar, tíu ára gamall, var einn heima. Þegar hún kemur inn sér hún hvar fullorðinn maður situr fyrir framan heimilistölvuna,” segir íbúi á sveitabæ í Hvalfjarðarsveit sem hafði samband við Skessuhorn vegna málsins. “Þessi maður sagðist hafa komið við til þess að laga bilun í netsambandinu hjá okkur. Í fyrsta lagi vissum við ekki að við værum í viðskiptum við Hive, í öðru lagi höfðum við ekki pantað viðgerðarþjónustu og í þriðja lagi arkar maður ekki inn á heimili hjá ókunnugu barni, sest niður og fer að vinna.”

 

Maðurinn segir þau hjón hafa verið verulega slegin vegna þessa atviks. “Sumt gerir maður einfaldlega ekki og ég hélt að menn væru ekki svona skyni skroppnir,” segir hann en vill ekki láta nafn síns getið af tillitssemi við son sinn. Hive sameinaðist eMax á síðasta ári en fjölskyldan hafði keypt netáskrift hjá síðarnefnda fyrirtækinu. “Mér var tilkynnt hjá Hive að þeir hefðu engar verklagsreglur um svona heimsóknir en að úr því yrði bætt í hvelli. Ég er ánægður með þau málalok og að athugasemdir sem þessar séu teknar til greina. Þeir sem standa í svona þjónustu hugsa sig kannski tvisvar um áður en þeir askvaða svona inn á heimili.”

 

Brjánn Jónsson yfirmaður fjarskiptasviðs IP fjarskipta eða Hive segir að fyrirtækið hafi þegar brugðist við kvörtun mannsins og að um mannleg mistök hafi verið að ræða. “Þetta er ekki samkvæmt okkar viðmiðunum og þarna var einfaldlega um klassísk, mannleg mistök að ræða. Við erum að vinna að miklum endurbótum á Vesturlandi og erum að snúa kerfunum frá eMax til Hive. Það kallar á breytingu á hverjum einasta notendabúnaði. Við gætum gert þetta héðan af skrifstofunni en höfum þá vinnureglu að gera þetta á staðnum til að geta brugðist við ef eitthvað mistekst. Það gerðist í þessu tilviki og okkar maður bankaði strax upp á. Það vill þannig til að foreldrar drengsins eru ekki heima og hann hugsar einfaldlega ekki nánar út í það. Við höfum beðið manninn afsökunar og ég vona að hann sé kominn með betra net eftir allt saman.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is