Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2008 03:36

Ólíðandi vinnubrögð Reykjavíkurborgar í krafti meirihlutaeignar

Á fundi Byggðaráðs Borgarbyggðar í morgun var samþykkt harðorð bókun vegna tíðra skipta stjórnarformanna í stjórnum Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahöfnum. Segir meðal annars í bókuninni að þetta séu ólíðandi vinnubrögð í krafti meirihlutaeignar Reykjavíkurborgar í fyrirtækjunum.

Bókunin er svohljóðandi og var samþykkt samhljóða: “Byggðaráð Borgarbyggðar hvetur borgarstjórn Reykjavíkur til að sýna stefnufestu og ábyrgð við stjórn fyrirtækja í sameiginlegri eigu Borgarbyggðar, Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga. Það er ólíðandi, bæði fyrir meðeigendur Reykjavíkur sem og starfsfólk viðkomandi fyrirtækja að skipt skuli hafa verið um formann stjórnar Orkuveitur Reykjavíkur 5 sinnum og stjórnarformann Faxaflóahafna 3 sinnum á innan við tveimur árum í krafti meirihlutaeignar Reykjavíkurborgar.”

 

Finnbogi Rögnvaldsson formaður byggðaráðs sagði í samtali við Skessuhorn að í raun mætti segja að ástandið, sérstaklega hjá Orkuveitu Reykjavíkur, hefði verið óþolandi. „Við höfum verið að vinna að ýmsum málum með OR í sveitarfélaginu og það hefur bara ekkert gengið. Við teljum að hluti skýringunnar sé að finna í þessum öru mannaskiptum á formannsstólnum. Það er deginum ljósara að þetta bitnar á starfsemi fyrirtækisins. Nýr formaður er varla búinn að setja sig inn í starfið þegar honum er skipt út fyrir annan. Þessa hefur gætt minna hjá Faxaflóahöfnum því þar hafa skiptin ekki verið eins ör en hefur líka sitt að segja þar,“ sagði Finnbogi Rögnvaldsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is