Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2008 11:53

Ófremdarástand í sundþjálfun vegna vatnsskorts

“Við erum bún að vera laugarlaus alla vikuna og verðum það að minnsta kosti út þessa viku. Erum í undirbúningi fyrir Íslandsmeistaramótið og erum búin að missa ansi margar æfingar vegna veðurs. Laugin er of köld og það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að æfa við slíkar aðstæður,” sagði Ragnheiður Runólfsdóttir, sundþjálfari á Akranesi í samtali við Skessuhorn. Eins og fram kom í frétt í morgun hefur OR orðið að grípa til skammtana á heitu vatni bæði á Akranesi og í Borgarnesi frá því á mánudag og hafa sundlaugar staðanna og gestir þeirra orðið fyrir barðinu á því. Ragnheiður segir ástandið vegna vatnsskorts á Akranesi og í Borgarnesi vera með öllu óviðunandi.

“Við ökum til Reykjavíkur á æfingar, borgum gjaldið í göngin, bensín á bílana og leigu fyrir sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu. Við erum núna að æfa helmingi minna en við ættum að vera að gera og meðal okkar hóps eru krakkar í landsliðsverkefnum sem eru að reyna að ná lagmörkum á önnur mót. Því erum við að missa af lestinni vegna þessa ófremdarástands í vatnsmálum,” segir Ragnheiður.

 

Hún segir að engin sundkennsla sé fyrir grunnskólanemendur og engin aðstaða fyrir fatlaða né aldraða til að fara í sund. Þannig eru það ekki einungis meðlimir Sundfélags Akraness sem eru að skaðast á ástandinu.

 

Aðspurð segir hún að það hafi aldrei gerst áður að svona löng skerðing verði á sundiðkun á Akranesi. “Við erum búin að missa ansi margar æfingar út í vetur vegna vatnsskorts. Þetta er grátlegt kannski ekki síst í ljósi þess að á Akranesi er afgerandi gott sundlið og t.a.m. erum við með sex einstaklinga í unglingalandsliði, þar af tvo í A-landsliðinu.

 

Að lokum segist Ragnheiður vonast til að annaðhvort Orkuveitan eða Akraneskaupstaður geti komið til móts við Sundfélagið í fjárútlátum. “Það er að stærtum hluta félagið sem hefur tekið kostnaðinn á sig, foreldrar og aðrir hafa einnig hjálpað til með því að leggja til bíla og tíma svo ekki sé talað um að þeir hafa tekið ábyrgð á annarra manna börnum,” sagði Ragnheiður Runólfsdóttir að lokum.

 

Sama ástand í Borgarnesi

Í sundlauginni í Borgarnesi fengust þær upplýsingar að búið sé að vera lokað alla vikuna frá hádegi mánudags vegna vatnsskorts. Allt skólasund hefur því fallið niður, sundfélagið misst úr æfingar og föstu viðskiptavinir laugarinnar séu mjög óánægðir með ástandið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is