Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2008 01:33

Stjórn Víkings hættir á aðalfundi

Fjórir stjórnarmanna í íþróttafélaginu Víkingi í Ólafsvík birtu opið bréf til félagsmanna í bæjarblaðinu Jökli í síðustu viku. Þar tilkynna þeir að sú stjórn sem nú situr mun hættu störfum í kjölfar aðalfundar félagsins 19. febrúar nk. hvort sem að einhver tæki við eða ekki. Tveir aðilar hefðu gefið kost á sér í nýja stjórn en fleiri þyrftu til, að minnsta kosti tvo til þrjá í viðbót.  „Það er erfitt að fá fólk til starfa hér í okkar félagi eins og sjálfsagt víða annars staðar. Við erum búin að vera lengi í stjórninni, sum hver upp í átta ár. Við erum orðin þreytt, enda nóg að gera í öðru hjá okkur,“ segir Kristjana Hermannsdóttir formaður Víkings í samtali við Skessuhorn. Hún segir þetta bréf eingöngu skrifað í þeim tilgangi að hrista upp í fólki og fá viðbrögð.

„Besti kosturinn er að það væri búið að finna fólk í nýja stjórn fyrir aðalfund, en ef ekki verður félagið stjórnlaust á 80 ára afmælinu sem er á þessu ári,“ segir m.a. í bréfinu. Einnig segir þar að starfið í félaginu hafi verið skemmtilegt og gefandi; „En við erum öll orðin þreytt eftir langa setu í stjórn, sem og miklar annir á öðrum stöðum og ætlum því að hætta.“ Undir bréfið skrifa auk Kristjönu, Elva Ösp Magnúsdóttir, Sigurlaug Konráðsdóttir og Vígfús Örn Gíslason.

Starf Víkings undanfarin ár hefur eingöngu snúist um íþróttir fyrir unglinga og yngri aldursflokkana. Sérstakt meistaraflokksráð sér um fjárreiður og starf í kringum meistaraflokks Víkings í knattspyrnunni. Víkingur hefur verið í samstarfi við Reyni á Hellissandi í yngri flokka starfinu og hefur það gengið mjög vel að sögn Kristjönu. Ágætlega hefur tekist að ná endum saman í fjármálunum og starfið verið blómlegt. Félögin hafa verið með öflugar fjáraflanir og fengið góðan stuðning frá fyrirtækjum og fleiri aðilum í sveitarfélaginu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is