Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2008 03:14

Bæjarstjóri gagnrýnir byggðamálaráðherra

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri á Akranesi gerir athugasemdir við ummæli Össurar Skarphéðinssonar byggðamálaráðherra sem hann viðhafði í hádegisfréttum útvarps í vikunni. Þar sagði Össur að „...mótvægisaðgerðir eigi einkum að vera fyrir minnstu bæjarfélögin fjærst Reykjavík.” Gísli segir ástæðu til að gera athugasemd við þessi orð byggðamálaráðherrans. „Menn verða að þekkja til aðstæðna áður en þeir svara fyrir svona alvarlega hluti,“ segir Gísli og bendir á að fjármunir vegna mótvægisaðgerða frá ríkisstjórn nemi tæpum 2,9 milljónum til Akraness.

„Á Akranesi er um sérhæft fiskvinnslufólk að ræða, aðallega konur, sem alist hafa upp í fiskvinnslu tengdri ábata eftir afköstum. Því miður er lítið um framboð starfa fyrir konur á Akranesi en ef ráðherra byggðamála veit um einhver tækifæri á því sviði er því vel tekið og Akraneskaupstaður mun koma myndarlega að slíkri uppbyggingu,“ segir bæjarstjóri.

Gísli segir afleiðingar uppsagna HB Granda einnig þær að fjölmörg þjónustufyrirtæki missi vinnu, svo sem í járniðnaði, rafiðnaði og verslun. Líklegt sé að störf sem hverfa með þessari aðgerð væru 70-80 talsins. Á undanförnum árum hafi HB Granda-menn lagt niður um 100 störf og m.a. flutt allan uppsjávarkvóta burt frá Akranesi. Á Akranesi hafi atvinnuástand verið gott en þessi aðgerð varðar einstakan hóp, sem geti ekki leitað í hvaða vinnu sem er.

 

„Menn verða að skilja afhverju við Akurnesingar bregðumst hart við. Við erum tilbúin á Skaga að axla eðlilegar byrðar en ekki er um það að ræða í þessu tilviki. Grandi hf. var sameinaður HB & Co árið 2004. Það sem fylgdi með sameiningunni var 21 þúsund tonn, svolítið meira en Grandi lagði í sameininguna. Er ástæða til að taka þessari stjórnvaldsaðgerð ríkis og HB Granda með bros á vör?  Nei takk. Og ef þessir herrar sem búið er að fela að fara með sameign þjóðarinnar, eru orðnir svo stórir að þeir sjá ekki ástæðu til að ræða við Akurnesinga um þessa aðgerð, þá hlýtur innan skamms að fara að hrikta í stoðum sem þegar eru að veikjast,“ segir Gísli S. Einarsson bæjarstjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is