Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. febrúar. 2008 08:17

Ályktun um matvælaiðnað í Borgarfirði

Úr stórgripasláturhúsi BK
Stjórn Stéttarfélags Vesturlands fjallaði á fundi sínum í síðustu viku um stöðu matvælaiðnaðar í Borgarfirði. Eins og menn muna var úrvinnsla landbúnaðarafurða ein helsta atvinnugreinin hér fyrir ekki svo mörgum árum. Nú eru blikur á lofti hvað varðar það sem eftir lifir af þessari matvælavinnslu. Stjórnin samþykkti einróma eftir farandi ályktun:

“Það spurðist út í lok síðasta árs að eigendaskipti hefðu orðið á fyrirtækjunum Borgarnes Kjötvörur ehf. og Stjörnusalati ehf. í Borgarnesi. Nýir eigendur að rekstrinum eru Sundagarðar ehf. og skyld fyrirtæki. Stéttarfélag Vesturlands vonaðist til að með sölunni verið væri að skjóta styrkari stoðum undir þessa starfsemi. Það var því gríðarlegt áfall, að nýir eigendur skyldu hefja reksturinn með því að segja 9 starfsmönnum upp.

Verulegar breytingar hafa orðið á þessum rekstri á fyrstu vikum nýrra eigenda og óttast menn að enn eigi einhverjir eftir að missa þarna vinnu. Það er þó von stjórnar Stéttarfélags Vesturlands að svo verði ekki, heldur taki nú nýir eigendur til við að endurreisa og byggja upp þennan mikilvæga iðnað, sem um marga áratugi hefur verið ein undirstaða byggðanna hér í Borgarfirði.

 

Stjórn Stéttarfélags Vesturlands minnir á að úrvinnsluiðnaður landbúnaðarafurða og þjónusta við landbúnaðinn var sú undirstaða mest sem allt atvinnulíf hér byggðist á. Þessi undirstaða hefur nú að mestu horfið úr héraði, án þess að opinber aðstoð við uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra hafi borist inn á þetta svæði. Því er það von félagsins að þingmenn kjördæmisins hafi vakandi augu með þeirri þróun sem hér er nú að eiga sér stað.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is